7. bekkur heimsótti félagsmiðstöðina Tróju í Rósenborg

IMG_2137 Fyrr í haust fengu nemendur 7. bekkjar starfsmann frá félagsmiðstöðinni Tróju í heimsókn. Hann kynnti þeim starfsemina og bauð nemendur 7. bekkjar sérstaklega velkomna í félagsmiðstöðina á miðvikudögum. Með það fyrir augum að fræðast nánar um starfsemina í félagsmiðstöðinni þá skelltu nemendur sér í heimsókn í dag. Vel var tekið á móti nemendum og skemmtu þeir sér vel. Margir töluðu um að vera duglegir að mæta á opið hús framvegis. Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni á myndasíðu skólans. 

Síðast uppfært 27.11 2013