Gleðilegt nýtt ár

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir liðið ár. Vonum að samskiptin á þessu ári verði eins ánægjuleg og á liðnu ári. Hlökkum til að sjá nemendur í skólanum fimmtudaginn 4.janúar kl.8:10 samkvæmt stundatöflu.

Eldvarnarfræðsla í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk fengu heimsókn frá slökkviliði Akureyrar. 

Þau fengu eldvarnarfræðslu Loga og Glóð og að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða auk þess að skoða slökkviliðsbílinn. Nemendur voru mjög áhugasamir og ljóst að þau eru með eldvarnirnar á hreinu. Bestu þakkir til slökkviliðsins.

Litlu jólin 2023

Litlu jólin verða þriðjudaginn 19. desember kl. 19:30 – 21:00 fyrir unglingastig og miðvikudaginn 20. desember fyrir yngsta stig og miðstig.

Yngsta stig mætir á litlu jólin klukkan 8:10 og dagskrá lýkur um klukkan 9:30.

Miðstig mætir klukkan 8:30 og dagskrá lýkur um kl. 10:00.

Frístund er opin þann 20. des fyrir nemendur sem skráðir eru í lengda viðveru.

Foreldrafræðsla 21.nóvember kl. 16:30-17:30 í íþróttasal.

Þriðjudaginn 21. nóvember mun Skúli Bragi Geirdal flytja erindi fyrir foreldra Oddeyrarskóla. Umfjöllunarefni er m.a. svefn og geðheilsa, samskipti og samfélagsmiðlanotkun.  Nemendur mið – og unglingastigs og starfsfólk skólans fá sambærilega fræðslu þennan sama dag.  Fræðslan er liður í velferðarverkefni Oddeyrarskóla. Við óskum eftir að allir nemendur eigi fulltrúa á fundinum, annað hvort foreldri eða annan fullorðinn nákominn sem getur miðlað til foreldra.

Dagur læsis

Á degi læsis í september síðastliðinn, unnu nemendur hugtakakort um læsi og skrifuðu niður orð og/eða setningar um hvað læsi er í þeirra huga. 

Margt mjög skemmtilegt kom út úr þessari vinnu, sem hefur nú verið sett upp í tré og sett upp inni á bókasafni, eins og sjá má á þessum myndum.

Læsisteymi Oddeyrarskóla

Heimsókn í Oddeyrarskóla

Í þematíma á dögunum fékk unglingastig heimsókn frá bræðrunum Hákoni og Hafþóri, en þeir útskrifuðust úr Oddeyrarskóla árið 2016. Þeir ræddu námið, félagslífið og tímann sinn hér í Oddeyrarskóla. Nemendur voru einstaklega áhugasamir og spurðu margra áhugaverðra spurninga. Flottar fyrirmyndir þarna á ferð!

Uppskera í Oddeyrarskóla

Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í  1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns. 

Þau fóru í hópum og tóku upp kartöflur og nokkrar gulrætur sem Marta matráður fær svo til þess að matbúa handa þeim. Krökkunum fannst þetta bæði merkilegt og gaman.