Fjölbreyttir fatadagar í Oddeyrarskóla

Nemendaráð Oddeyrarskóla stendur fyrir viðburði næstu viku sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Alla dagana á að klæða sig upp á mismunandi hátt.

 • Mánudagur verður náttfatadagur / kósýföt
 • Þriðjudagur verður öfugur dagur – stelpur í strákafötum, strákar í stelpufötum eða fötin ranghverf.
 • Miðvikudagur 80,s dagur
 • Fimmtudagur er búningadagur
 • Föstudagur er fínn föstudagur

 

Sköpun bernskunnar 2018

Sköpun bernskunnar er sýning sem sett er upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum tveggja til sextán ára og eru börn úr Oddeyrarskóla meðal þáttakenda í ár. Þemað að þessu sinni er tröll í víðum skilningi sem vísar í þjóðsögur Íslendinga.

Sýningin opnar á morgun laugardaginn 24. febrúar kl. 15 í Ketilshús og stendur til 15. apríl.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listasafns Akureyrar.

 

Oddeyrarskóli 60 ára

Í dag, þann 7. desember, eru 60 ár liðin frá því að Oddeyrarskóli hóf starfsemi sína og var að því tilefni fjölbreytt dagskrá en hægt er að sjá nokkur myndbönd frá deginum hér að neðan.

 

Nýtt símkerfi

Unnið verður að uppsetningu á nýju símkerfi í skólanum í dag milli kl. 12:00 og 16:00. Búast má við einhverjum truflunum á símasambandi og biðjumst við velvirðingar á því.

4. bekkur óvissuferð

IMG_2059IMG_2089Þriðjudaginn 31. maí fór 4. bekkur í óvissuferð/útskriftarferð en þau eru einmitt að útskrifast af yngstastigi 🙂 Við tókum strætó langleiðina upp í hesthúsahverfi en þar tók hann Magnþór Jóhannsson á móti okkurIMG_2023  en hann vinnur hérna í skólanum okkar. Við fengum að knúsa lömb og klappa hestum en einnig vorum við svo heppin að fá að fara á hestbak 🙂 Kennarinn bauð upp á kökur svo þetta var hinn allra besti dagur 🙂IMG_2044

Lífshlaupið – skriðsundsnámskeið

Síðustu þrjár vikur hefur landskeppnin Lífshlaupið staðið yfir. Þar eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig reglulega, en keppt er í ýmsum flokkum á landsvísu. Starfsfólk Oddeyrarskóla er mjög duglegt að hreyfa sig alla jafna en þar sem í skólanum vinnur mikið keppnisfólk var heldur betur bætt í síðustu vikur. Stór hluti starfsfólks fór á skriðsundsnámskeið til Ólympíufarans Röggu Run sem sagðist sjaldan hafa séð eins glæsilegan hóp saman kominn í lauginni 🙂 Námskeiðið var einstaklega skemmtilegt og gagnlegt og voru framfarir fólks miklar.Hér að neðan má sjá mynd af hópnum eftir 2 km. sundsprett.

 

3e451156-cfb7-4a7a-86e4-551736fd251b-sundmynd

Heimsókn til organista Akureyrarkirkju

Þann 3. nóvember síðastliðinn fóru krakkarnir í tónsmiðju í heimsókn til Eyþórs Inga Jónssonar organista Akureyrarkirkju. Eyþór fræddi nemendur um orgelið og gaf öllum tækifæri til að leika á þetta frábæra hljóðfæri. Nemendur fengu að kíkja inn í orgelið til að sjá hvernig það er uppbyggt. Við þökkum Eyþóri fyrir frábæra stund í kirkjunni og áhugaverða kennslu. Fleiri myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.IMG_8872 IMG_8899

Saumavélakennsla

20151020_090433   20151015_125238

Nemendur í 3.og 4.bekk hafa verið að læra á saumavélar undanfarna daga. Þau eru afar áhugasöm um vélarnar og einbeiting skín úr hverju andliti þegar þau æfa sig. Þau hafa líka verið að læra að lita efni með fatalit en efnið nota þau síðan til að nýta saumavélakunnáttuna og sauma sér púða. Eins og sjá má á myndunum eru þetta einbeittir og vandvirkir nemendur :). Fleiri myndir má finna á myndasíðu skólans.

Líf og fjör í heimilisfræði

Samvinna er stór þáttur í öllu námi barna. Í síðustu viku reyndi aldeilis á samvinnu þegar nemendur á unglinga- og miðstigi aðstoðuðu þær Hrafnhildi og Laufeyju matráða við að útbúa hádegismatinn. Á matseðlinum voru pítsur og sýndu nemendur mikinn áhuga og dugnað við að fletja út botna, skera niður álegg og setja á pítsurnar. Að sjálfsögðu brögðuðust pítsurnar sérstaklega vel í hádeginu 🙂 Á myndasíðu skólans má finna fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.

Símamyndir 30.09.2015 1234Símamyndir 30.09.2015 1231

Byrjendalæsi

gummi 3 002  gummi 2 001

Samþættingarverkefni í 3. og 4. bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu saman að stórskemmtilegu samþættingarverkefni í Byrjendalæsi, samfélagsgreinum, myndmennt, textílmennt og upplýsingamennt. Grunnbókin sem við unnum út frá heitir Gummi fer í fjallgöngu eftir Dagbjörtu Ásgeirsdóttur. Einnig unnum við með Komdu og skoðaðu fjöllin, kortabækur og upplýsingar af netinu.

 

Markmiðin með verkefninu voru að:

 • auka samvinnu árganga í þriðja og fjórða bekk
 • auka lestrarfærni nemanda
 • allir fengju námsefni við hæfi
 • bæta ritun nemenda
 • hvetja til sjálfstæðra vinnubragða og auka skapandi starf
 • auka leshraða, lesskilning og lestrargleði

Nemendur útbjuggu sér verkefnamöppur sem þeir söfnuðu verkefnunum sínum í. Hver hópur fékk sérstakt blað sem nemendur merktu inn á þegar þeir luku við hvert verkefni en það hjálpaði þeim að halda utan um námsframvindu þeirra. Mikil áhersla var á skapandi vinnu. Nemendur útbjuggu dúskafjall og teiknuðu mynd af fjalli sem þeir notuðu sem fyrirmynd til að þæfa listaverk eftir.

Það er skemmst frá því að segja að verkefnið lukkaðist virkilega vel. Nemendur voru áhugasamir og mikil námsgleði réði ríkjum.

Fleiri myndir frá verkefninu má sjá á myndasíðu skólans.