Byrjendalæsi í 1. og 2. bekk: Kóngulóarþema

KóngulóKónguló21. og 2. bekkur hafa verið að vinna með stafinn K og kóngulóarþema undanarna daga. Börnin eru búin að fara í gönguferð og veiða kóngulær sem þau skoðuðu á stækkunarskjá. Svo hafa þau krítað, málað, leirað og skrifað K og/eða orðið kónguló, fundið orð með K-i í, ofið og búið til kóngulóarbók. Þau fóru líka út og máluðu svartan grunn sem þau breyttu síðan í risakónguló sem var hengd upp á vegg og á hana er verið aðsafna K-orðum. Allir hafa verið áhugasamir og tekið virkan þátt í verkefnunum 🙂

Myndir eru á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 28.08 2014