Dagur íslenskrar tungu – sparifatadagur – vígsla LESTU hillunnar

1-a-faninnNæstkomandi miðvikudag, þann 16. nóvember, höldum við Íslendingar upp á dag íslenskrar tungu. Okkur þótti vel við hæfi að vígja nýju lestrarhvetjandi bókahillurnar okkar á þessum degi, þar sem ritun og lestur góðra bóka er lykillinn að því að viðhalda fallegu íslenskunni okkar.

Af þessu tilefni verður efnt til hátíðardagskrár á sal skólans kl. 9-10, en þar munu m.a. nemendur stíga á stokk.

Þar sem við erum að halda hátíð hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í betri fötunum þennan dag.

 

Síðast uppfært 15.11 2016