Fjölgreindadagur í skólanum á morgun!

Á morgun er svokallaður fjölgreindadagur í skólanum. Allir nemendur skólans vinna saman í litlum hópum að því að leysa ýmsar þrautir allan þennan dag. Börn frá 1. bekk og upp í 10. bekk vinna saman í hópum, t.d. að því að svara spurningum í tölvuleik, þekkja persónur úr bókum eða leysa hreyfiþrautir. Markmiðið er að vekja athygli á því að við höfum mismunandi hæfileika og að í sameiningu getum við leyst allar þrautir sem lagðar eru fyrir okkur.

Nesti má vera í frjálslegra lagi, sætabrauð og safar en ekkert sælgæti eða gos.

Við minnum á frídaginn á fimmtudag.

Tomorrow the children will work in groups, children from 1st to 10th grade work together in small groups. They will work toghether, solving all sorts of tasks both with mind and body. The aim is to draw attention to the fact that we all have different abilities and when working together we can solve everything.

The children are allowed to bring something different for snacks, like doughnuts and chocklate milk, but no candy or soda.

There is no school on Thursday.

 

Síðast uppfært 08.05 2018