Góðverkavika – páskaleyfi

Sælir kæru foreldrar barna í OddeyrarskólaImage result for easter

Nú er góðverkavikan brátt á enda, á morgun endum við vikuna á því að spila bingó þar sem páskaegg eru í vinning. Í góðverkavikunni hafa safnast þó nokkrir peningar sem fyrirtæki og íbúar á svæðinu hafa ákveðið að gefa til Unicef en nemendur skólans hafa unnið ýmis verk fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga þessa vikuna. Við munum upplýsa nánar um afrakstur góðverkaviku að loknu páskaleyfi.

Á morgun er stuttur skóladagur, allir nemendur ljúka sínum skóladegi að loknu hádegishléi eins og skóladagatal gefur til kynna. Þeir nemendur sem eru í frístund fara þangað snemma.

Skóli hefst aftur að loknu páskaleyfi þriðjudaginn 18. apríl. Njótið daganna!

Kveðja, starfsfólk Oddeyrarskóla

Síðast uppfært 06.04 2017