Göngudagur í blíðviðri

göngudagur Göngudagur2Þriðjudaginn 5. september var göngudagur hjá okkur í Oddeyrarskóla.

Að þessu sinni var ákveðið að enda öll á sama stað, á útivistarsvæðinu að Hömrum.

Nemendur á mið- og unglingastigi gengu frá Brekkunni upp í Fálkafell, þaðan suður í Gamla og svo niður að Hömrum. Yngsta stigið gekk úr Naustahverfinu í gegnum Naustaborgir að Hömrum. Á áfangastað fengu allir nemendur grillaðar pylsur og safa. Veðrið lék við okkur og gleðin skein af krökkunum, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Myndir frá yngsta stigi eru væntanlegar.

Síðast uppfært 07.09 2017