Haldið upp á fullveldisdaginn – frétt í sjónvarpsfréttum RÚV

IMG_5387

Hér voru steiktar lummur í morgunsárið

IMG_5410

Frábærir krakkar í Oddeyrarskóla!

Í dag héldum við upp á fullveldisdaginn. Nemendur mættu spariklæddir í tilefni dagsins. Haldin var samkoma á sal þar sem við fengum að heyra fróðleiksmola Þórarins um fullveldisdaginn, fullveldisárið 1918 og íslenska fánann. Síðan sungum við nokkur lög og loks fengu allir að gæða sér á nýsteiktum lummum með mjólk.

Fréttamen RÚV litu við og má sjá fréttina á 20. mínútu hér: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20151201

Ástæða þess að nemendur veifa rúmenska fánanum á myndinni hér til hliðar er sú að við erum með rúmenska gesti í skólanum þessa viku. Þeir héldu í dag upp á þjóðhátíðardaginn sinn og mættu af því tilefni í þjóðbúningum og gáfu nemendum skólans rúmenska fánann. Það var því tvöfalt tilefni til að fagna.

Síðast uppfært 01.12 2015