Hlaupið til styrktar UNICEF

UnicefÍ liðinni viku lögðum við inn þá peninga sem söfnuðust i UNICEF- hreyfingunni („apahlaupinu“) í Oddeyrarskóla núna í júní.  Hlaupið er til styrktar UNICEF sem er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Á heimasíðu UNICEF stendur meðal annars:

„Söfnunarfé UNICEF-hreyfingarinnar rennur í alþjóðlegan sjóð UNICEF, sem nýtir fjármunina í þeim samstarfslöndum þar sem þörfin er mest hverju sinni. Framlag skólans mun því renna til verkefna UNICEF um allan heim, hvort sem það verður til heilsugæslu, menntunar, verndar barna eða annars. Samvinna skólans, nemenda og grenndarsamfélags styður þannig þau börn sem líða skort vegna fátæktar,þjást af sjúkdómum og heilsuleysi eða eru fórnarlömb stríðsátaka eða náttúruhamfara“.

Nemendur í Oddeyrarskóla söfnuðu um 170.000 kr. fyrir hlaupið.

Skrifstofa UNICEF á Íslandi þakkar nemendum Oddeyrarskóla og aðstandendum þeirra innilega fyrir stuðninginn!

Síðast uppfært 25.06 2014