Heilsueflandi grunnskóli – Oddeyrarskóli

heilsueflandi-skc3b3liÁ vordögum 2016 samþykkti starfsfólk Oddeyrarskóla með öllum greiddum atkvæðum nema einu að gerast Heilsueflandi grunnskóli.

Í framhaldi af því var farið í mikla vinnu við að meta stöðu skólans samkvæmt stöðlum sem landlæknir gefur út. Að þeirri vinnu komu starfsmenn, nemendur og foreldrar. Í kjölfarið af því var heilsustefna skólans mótuð og var hún samþykkt á starfsmannafundi í desember 2016.

Aðaláhersluþættir skólaársins 2016-2017 eru hreyfing og starfsfólk

Í heilsueflingarnefnd skólans (stýrihópi um heilsueflandi grunnskóla) starfa Kristín skólastjóri, Bjarki íþróttakennari, Guðný skólaliði, Linda kennari og Hafdís kennari. Auk þeirra eiga 2 nemendur og einn fulltrúi foreldra sæti í nefndinni. Nefndin fundar flesta fimmtudaga.

Markmið nefndarinnar er að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks.

Í vetur hefur meginverkefni nefndarinnar verið að innleiða Heilsueflandi grunnskóla.

Heilsustefna Oddeyrarskóla

Nánari upplýsingar um hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla má finna á heimasíðu Landlæknisebættisins.