Jólaleg lokavika

laufabrauðÍ síðustu vikunni fyrir jól er mikið um að vera. Þriðjudaginn 17. desember ætlum við öll að skera laufabrauð og steikja. Nemendur geta síðan geymt sitt laufarbauð til næsta dags því þá er jólamatur í mötuneyti skólans. Á fimmtudaginn, 19. desember bjóða nemendur í 9. bekk og foreldrafélagið okkur öllum á jólalegt kaffihús þar sem boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur. Föstudaginn 20. desember eru litlu-jól og þá hittast bekkir stutta stund í kennslustofum og svo förum við í salinn að dansa í kringum jólatréð. Það er því full ástæða til að hlakka til næstu daga 🙂

Síðast uppfært 13.12 2013