Krakkakosningar á miðstigi

20160602_092002 20160602_100336 20160602_100248 20160602_095430 20160602_095221 20160602_095041 20160602_095032 20160602_095029 20160602_092149 20160602_092024 20160602_092019 20160602_092012Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 25. júní 2016 verða haldnar forsetakosningar á Íslandi og eru níu aðilar í framboði.

Því standa KrakkaRÚV og umboðsmaður barna fyrir forsetakosningum barna í samstarfi við grunnskóla landsins og gefa þeim þannig tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós á forsetaframbjóðendum. Allir frambjóðendum skiluðu inn stuttu myndbandi til KrakkaRÚV til að kynna sig og svöruðu spurningum frá Ráðgjafarhóp umboðsmanns barna. Þessi myndbönd voru sýnd á miðstigi skólans ásamt kynningu á forsetaembættinu og í framhaldinu fengu börn að kjósa sinn frambjóðanda. Á degi barnsins var opnaður sérstakur kosningavefur á KrakkaRÚV, þar sem hægt er að skoða myndböndin. Um leið fara fram kosningar og standa þær yfir í tvær vikur. Niðurstöður þessara kosninga verða kynntar í kosningasjónvarpi RÚV á kosninganótt.

Við vonumst eftir því að sem flestir grunnskólar taki þátt í þessu verkefni þannig að sem flestir krakkar fái tækifæri til að láta skoðun sína í ljós.

Hér má sjá myndbönd frambjóðenda á KrakkaRÚV.

Nemendur á miðstigi fengu fræðslu um kosningar og horfðu á myndbönd frá öllum forsetaframbjóðendum. Eftir kynninguna fengu nemendur að kjósa. Við settum upp kjörstað. Skipt var upp í 5, 6, 7, kjördeild og útbúinn var kjörklefi og kjörkassi. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig kjörstaður leit út.

 

 

 

Síðast uppfært 03.06 2016