Lokahátíð litlu upplestrarkeppninnar haldin í 4. bekk

Litla upplestrarkeppnin_2Hjá okkur er orðin hefð fyrir því að 4. bekkur taki þátt í Litlu upplestrarkeppninni. Lokahátíð hennar fór fram í dag og var foreldrum boðið til hátíðarinnar. Þar fluttu nemendur íslenskt efni, þar sem þeir ýmist lásu einir eða í minni eða stærri talkórum. Einnig söngu hópurinn eitt fallegt íslenskt lag, Ég er kominn heim. Að söng og lestri loknum gættu nemendur og gestir sér á veitingum sem bornar voru á borð.

Það er einstaklega gaman að sjá hvað hægt er að gera með nemendum þegar kemur að upplestri og framsögn og ljóst er að æfingin skapar meistarann. Þessir krakkar hafa lagt allt kapp á æfingar síðustu daga og vikur og skilaði það sér svo sannarlega í góðum flutningi.

Síðast uppfært 28.04 2017