Fullveldisdagurinn 1. desember, mætum í sparifötum

crop_500xÁ þriðjudaginn, 1. desember ætlum við að halda upp á fullveldisdaginn hér í Oddeyrarskóla. Af því tilefni ætlum við að hafa sparifatadag, því eru allir beðnir um að koma í betri fötunum  þennan dag. Við förum inn á sal og fræðumst um fullveldið og íslenska fánann, syngjum nokkur lög og fáum að smakka á góðgæti.

Í framhaldinu verður spilastund. Nemendur mið- og unglingastigs munu spila félagsvist á sal skólans og nemendur 1. bekkjar æfa sig að spila „félags-Ólsen, Ólsen“. Krakkarnir í 2. – 4. bekk fara í Samkomuhúsið og fá að sjá leiksýninguna um Grýlu.

Síðast uppfært 29.11 2015