Nemendur Oddeyrarskóla sigruðu Lífshlaupið!

L_fshlaupi_Nemendur Oddeyrarskóla tóku nú þátt í Lífshlaupinu í fyrsta sinn og stóðu sig frábærlega. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn stærðarflokk af skóla (90-299 nem.) Hreyfimínútur nemenda skólans voru samtals 227.568 og voru það nemendur 3. bekkjar sem hreyfðu sig hlutfallslega mest.

Hér má sjá nánari upplýsingar um úrslit keppninnar. M.a. má sjá hve mikið vægi ólíkra tegunda hreyfingar var, en flestar hreyfimínútur voru ganga, næstflestar voru í knattspyrnu og þriðji stærsti flokkurinn var sund.

Við óskum nemendum skólans og foreldrum þeirra innilega til hamingju með sigurinn!

Óhætt er að segja að þetta sé hin fullkomna byrjun á innleiðingu á heilsueflandi grunnskóla, en hreyfing er einmitt áhersluþáttur okkar þetta skólaárið.

Til gamans má geta að starfsmenn Oddeyrarskóla stóðu sig líka vel í vinnustaðakeppninni. Þeir lentu í 2. sæti í sínum stærðarflokki á landsvísu. Starfsmenn áttu jafnframt í verulega harðri samkeppni við Fræðslusvið Akureyrarbæjar í bæjarkeppninni en tókst með naumindum að bera sigur úr býtum. Munum við því varðveita Lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar annað árið í röð! Áfram Oddó!

Síðast uppfært 25.02 2017