Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í verkefninu Göngum í skólann

Nemendur í 8. – 10. bekk hafa verið duglegir að taka þátt í verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Göngum í skólann. Þegar nemendur koma í skólann hafa þeir sett miða við inngang í stofur sem táknar hvernig þeir komu í skólann. Grænn miði merkir að nemandinn kom gangandi eða á hjóli og appelsínugulur miði merkir að nemandinn fékk far í skólann. Grænu miðarnir hafa verið mun fleiri en appelsínugulu miðarnir og er nokkur samkeppni milli bekkja að hafa sem flesta græna miða.

img_1530 img_1529 img_1528

Síðast uppfært 30.09 2016