Oddeyrarskóli rokkar! – hæfileikakeppni Oddeyrarskóla haldin í dag

img_3743Hæfileikakeppni Oddeyrarskóla var haldin í dag, föstudaginn 2. desember. Að þessu sinni voru 24 atriði skráð til keppni og sýndu nemendur mikla og fjölbreytta hæfileika með uppistandi, söng, dansi, töfrabrögðum o.fl.

Veitt voru verðlaun fyrir sigurvegara á hverju stigi.

Það voru systurnar Ragnheiður Inga og Margrét Sóley Matthíasdætur í hljómsveitinni Blautir sokkar sem báru sigur úr býtum hjá yngsta stigi þegar þær fluttu frumsamið lag sitt, Oddeyrin rokkar! Á miðstigi sigruðu þær Kara Líf Antonsdóttir og Karen Ingimarsdóttir með stórskemmtilegu uppistandi. Davíð Máni Jóhannesson, nemandi og upprennandi rokkari í 10. bekk sigraði með flutningi sínum á frumömdu lagi, Pull of Zorrow.

Allir nemendur skólans komu og horfðu á og á meðan dómarar tóku sér hlé til að ráða ráðum sínum dönsuðu nemendur, kennarar og foreldrar við „Just dance“ – myndbönd.

Hér má sjá fleiri myndir frá hæfileikakeppninni.

 

img_3678 fullsizerender

Síðast uppfært 02.12 2016