Öflugri sjálfsmynd – erindi fyrir foreldra nemenda við Oddeyrarskóla

Oddeyrarskóli hefur fengið Kristínu Tómasdóttur til að flytja erindi sitt „Öflugri sjálfsmynd“ mánudagskvöldið 14. maí fyrir foreldra barna í skólanum og starfsfólk.

Í erindi sínu, sem er 1 klst, leggur Kristín áherslu á þrjá þætti, þ.e.

  1. Hvað merkir orðið sjálfsmynd?
  2. Hvernig þekkjum við sjálfsmynd barnanna okkar?
  3. Hvernig geta foreldrar haft áhrif á sjálfsmynd barnanna sinna?

Heimili og skóli geta í sameiningu hjálpað krökkunum með þessa þætti og getur verið gott að fá hvatningu og góð ráð til þess.

Því viljum við fá a.m.k. einn fulltrúa frá hverju heimili á þetta fræðsluerindi Kristínar sem verður í Oddeyrarskóla mánudagskvöldið næstkomandi, 14. maí,  kl. 20:00.

Hér skráið þið ykkur á erindið.

Síðast uppfært 11.05 2018