Ólympíuhlaup ÍSÍ

Miðvikudaginn 19. september sl. var Ólympíuhlaup ÍSÍ en sambærilegt hlaup hefur verið í grunnskólunum um árabil og var þá nefnt Norræna skólahlaupið. Eldri nemendur Oddeyrarskóla hlupu skólahringinn svokallaða sem markast af Grenivöllum, Ægisgötu, Eyrarvegi og Sólvöllum og fóru að lágmarki tvo hringi en yngri nemendur hlupu að lágmarki tvo hringi kringum skólalóð. Að hlaupi loknu var boðið upp á niðurskorna ávexti við skólann og einnig var spiluð tónlist sem setti skemmtilegan svip á daginn. Viðurkenningar verða veittar fyrir besta tíma á hverju stigi en það verður gert við hentugt tækifæri. Hér má sjá myndir frá deginum.

Nemendur við rásmarkið

Síðast uppfært 24.09 2019