Orka og umhverfi – þemavinna á miðstigi

ferlar1Dagana 17.-31. maí eru nemendur á miðstigi að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast orku og umhverfi. Helstu áhersluþættir eru vatn, raforka, jarðvarmi og eldsneyti. Unnin verða ýmiskonar verkefni, s.s. tölfræðikannanir, kynningar og fleira.

Farið verður í heimsóknir í Norðurorku, Vistorku, á Náttúrufræðistofnun og í auðlindadeild Háskólans á Akureyri og vinna nemendur verkefni tengdum þeim heimsóknum. Að sjálfsögðu nýtum við okkur Google classroom til að halda utan um verkefnin, en nemendur safna öllum verkefnum tengdum þemavinnunni á svæðið og skila þeim í heild. Áhersla er lögð á að nemendur hafi nokkuð frjálsar hendur við úrvinnslu á verkefnum svo það verður virkilega spennandi að sjá afraksturinn.

Síðast uppfært 19.05 2016