Starfamessa 29. febrúar

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Oddeyrarskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

Sterk út lífið

Skólinn býður upp á fræðslu með yfirskriftina Sterk út í lífið! Hvað mótar sterkan einstakling og hvernig geta foreldrar/forráðamenn stuðlað að bættri sjálfsmynd barna sinna? Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur verður með erindið í fjarfundi þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00-17:45. Við reiknum með um það bil hálftíma erindi og umræðum í 15 mínútur.

Fræðslan er liður í Velferðarverkefninu okkar Bætt líðan – aukin fræðsla og byggja efnistök m.a. á óskum foreldra frá því á haustfundi 2023.

Foreldrar og forráðamenn hafa nú þegar fengið sendan hlekk vegna fundarins.