Árshátíð 2024

Árshátíð Oddeyrarskóla er haldin dagana 24. og 25. janúar. Þann 24. janúar eru sýningar fyrir nemendur á skólatíma en 25. janúar eru sýningar fyrir foreldra, forráðamenn og aðra nákomna. Nemendur eru í umsjón kennara meðan á sýningum þeirra stendur.

  • Fyrsta sýning kl. 14:00   2.  4. 7. og 10. bekkur. 
  • Önnur sýning kl. 15:30   1. 5. 8. og 10. bekkur. 
  • Þriðja sýning kl. 17:00   3. 6. 9. og 10. bekkur.

Ekkert kostar inn á árshátíð en foreldrar mega leggja inn frjáls framlög á reikning nemendafélags og ágóðinn nýtist í þágu nemenda s.s. vegna uppbrots eða rútuferða. 0302 – 13 – 000229, kennitala 450908-2580, nemendafélag Oddeyrarskóla söfnunarreikningur.

Við minnum á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins sem verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og er hægt að njóta veitinga annað hvort fyrir eða eftir sýningar. Hér er bréf frá foreldrafélaginu.

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir liðið ár. Vonum að samskiptin á þessu ári verði eins ánægjuleg og á liðnu ári. Hlökkum til að sjá nemendur í skólanum fimmtudaginn 4.janúar kl.8:10 samkvæmt stundatöflu.

Eldvarnarfræðsla í 3.bekk

Nemendur í 3.bekk fengu heimsókn frá slökkviliði Akureyrar. 

Þau fengu eldvarnarfræðslu Loga og Glóð og að sjá slökkviliðsmann í fullum skrúða auk þess að skoða slökkviliðsbílinn. Nemendur voru mjög áhugasamir og ljóst að þau eru með eldvarnirnar á hreinu. Bestu þakkir til slökkviliðsins.