Skemmtilegir smiðjudagar að baki

Smiðjudagar voru hér í Oddeyrarskóla í dag og í gær. Að þessu sinni var ákveðið að dagarnir einkenndust af áherslum skólans, þ.e. upplýsingatækni, heilsueflingu, læsi og geðrækt.

Nemendum var skipt í hópa sem voru blandaðir af hverju stigi fyrir sig og fóru á þessum tveimur dögum á milli níu 40 mínútna stöðva. Á stöðvunum voru nemendur að forrita, gera vísindatilraunir, taka þátt í ýmiss konar samskiptaleikjum, læra um jákvæðar hugsanir, teikna myndir við ljóð, búa til kappakstursbíla í tæknilegó, skapa tónlist í tölvum, gera núvitundaræfingar o.fl.

Við erum gríðarlega ánægð eftir þessa daga, nemendur voru glaðir og duglegir og það gleður okkur öll!

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Síðast uppfært 22.03 2019