Um víða veröld

IMG_6054 IMG_6036 IMG_6033Frá því í byrjun nóvember hafa nemendur í 9. bekk unnið að stóru hópverkefni um heimsálfurnar. Verkefnið byggir á umfjöllum tengda námsefninu Um víða veröld. Nemendur fengu frjálsar hendur um það hvernig þeir skiluðu vinnu sinni af sér og mátti sjá fjölbreyttan afrakstur. Nemendur tóku ýmist fyrir eitt land og kynntu sér það á dýptina, eða eina heimsálfu eða hluta úr heimsálfu. Vinna við verkefni reyndi á samþættingu ýmissa námsgreina, s.s. stærðfræði, sögu, íslensku, listsköpun og upplýsinga- og tæknimennt. Sumir hópar úrbjuggu líkan af landinu/álfunni og margir komu með hluti sem tengdust viðfangsefninu. Þá mátti smakka matvæli frá sumum löndum. Foreldrum og starfsfólki skólans var boðið að koma kynna sér afraksturinn og voru nemendur mjög fúsir að segja frá nýrri þekkingu sinni og sýna vinnuna. Fleiri myndir eru komnar á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 09.12 2014