Umhverfismál og raunhæf verkefni í stærðfræði á unglingastigi Oddeyararskóla

dúkkuhús Endurnýting Listaverk úr rusliÁ föstudaginn síðastliðinn kynntu nemendur í 8. – 10. bekk afrakstur þemavinnu fyrir foreldrum, öðrum nemendum og starfsfólki. Þemað fjallaði um umhverfismál. Meginmarkmið þemavinnu á unglingastigi er að fræðast um ákveðin viðfangsefni og um leið þjálfa nemendur í lykilhæfni aðalnámskrár. Í umhverfisþemanu unnu nemendur margvísleg verkefni, en markmið þeirra var að nemendur gætu greint og rætt dæmi í umhverfi sínu, að þeir gætu komið skoðun sinni á framfæri, að þeir gerðu sér grein fyrir ábyrgð sinni í samfélaginu og að þeir gætu útskýrt dæmi úr eigin lífi. Nemendur fengu nokkuð frjálsar hendur um skil á verkefnum og völdu þeir t.d. að vinna með listsköpun, fræðsluefni, myndbandagerð og tónlist.

Sama dag kynntu nemendur í 10. bekk lokaverkefni í stærðfærði. Þar unnu þeir saman í hópum að margvíslegum verkefnum sem reyndu á stærðfræði. Verkefni nemenda voru fjölbreytt, þeir stofnuðu m.a. handboltalið og ráku í eitt ár, keyptu og ráku hótel, stofnuðu framhaldsskóla, gerðu lag um stærðfræði, gerðu tölfræðilega könnun um peninganotkun unglinga og áætluðu kostnað við að reka húsnæði og fjölskyldu. Markmið með verkefnunum var að fá nemendur til að nota eitthvað af því sem þeir hafa lært undanfarið í stærðfræði í tengslum við daglegt líf.

Síðast uppfært 29.05 2017