Innritun í grunnskóla

logo -stafalaustÞessa dagana stendur yfir innritun í grunnskóla bæjarins fyrir næsta vetur og er innritunarfrestur til 27. febrúar nk.

Innritunin er fyrst og fremst auglýst meðal foreldra barna sem fædd eru árið 2009 (verðandi 1. bekkur), en rétt er að vekja einnig athygli á því að ef foreldrar óska eftir að skipta um skóla fyrir börn sín þarf að sækja um í nýjum skóla fyrir þennan tíma. Vegna skipulagningar skólanna fyrir næsta skólaár er mjög mikilvægt að innritunum ljúki tímanlega.

Skólarnir hafa opin hús á mánudag og þriðjudag í næstu viku þar sem kostur gefst á að skoða og kynna sér starfið, tímasetningar má nálgast á vefslóðinni hér fyrir neðan. Af gefnu tilefni skal tekið fram að ekki þarf að innrita nemendur aftur í sama skóla og þeir ganga í nú þegar, aðeins ef óskað er eftir að þeir skipti um skóla.

Innritunarreglur, tímasetningar kynninga/opinna húsa, eyðublöð og rafrænt form fyrir umsóknir um grunnskóla má nálgast á heimasíðu skóladeildar.

Skólaval hjá grunnskólum Akureyrar

logo -stafalaustForeldrum stendur  til boða að velja í hvaða skóla börn þeirra fara í samræmi við skólastefnu Akureyrarbæjar og fjölskyldustefnu. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfsemi skólanna vel og hvað þeir hafa upp á að bjóða. Á heimasíðu skóladeildar Akureyrarbæjar er að finna stutt ágrip um starfsemi allra skólanna og yfirlit yfir sérúrræði.

Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2015. Umsóknarfrestur um skólavist rennur út 27. febrúar næstkomandi.

Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar 23. og 24. febrúar næstkomandi kl. 9:00-11:00

Mánudagur 23. febrúar
Brekkuskóli
Lundarskóli
Naustaskóli
Oddeyrarskóli

Þriðjudagur 24. febrúar
Giljaskóli
Glerárskóli
Síðuskóli

Fulltrúar Oddeyrarskóla í Stóru upplestrarkeppninni

Upplestrarkeppni 2015 059Krakkarnir í 7. bekk hafa í vetur tekið þátt í æfingum fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Þeir hafa staðið sig vel að vinna ýmsar upplestraræfingar, æfa upplestur á ljóðum og texta og halda kynningar. Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Oddeyrarskóla. Nemendur lásu allir kaflabrot úr bókinni Ertu Guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson, ljóð eftir Erlu (Guðfinnu Þorsteinsdóttur) og að lokum sjálfvalið ljóð.

Fulltrúar Oddeyrarskóla að þessu sinni verða Björg Elva Friðfinnsdóttir og Lilja Katrín Jóhannsdóttir. Varamaður er Hinrik Örn Halldórsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur. Nemendur voru allir virkilega flottir og góðir áheyrendur og sýndu þeim sem stóðu í pontu mikla virðingu.

Nú fara þremenningarnir í frekari þjálfun til að vera enn betur undirbúnir undir lokakeppnina.

L0kakeppni Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 11. mars kl. 17:00.

Til foreldra vegna skráningar í nemenda- og foreldraviðtöl

logo -stafalaustNú hefur verið opnað fyrir skráningar í nemenda- og foreldraviðtöl sem (flest) verða mánudaginn 16. febrúar. Einstaka kennarar bjóða upp á viðtöl fyrir helgina líka þar sem nemendur eru margir í árgangi.
Ef ykkur tekst ekki að bóka viðtal á Mentor getið þið haft samband við umsjónarkennara.

Við hvetjum ykkur sem eigið fleiri en eitt barn í skólanum að bóka viðtölin sem allra fyrst til að ná samliggjandi tímum fyrir börnin ykkar.

Einnig hvetjum við ykkur öll til að setjast sem fyrst með börnum ykkar og fylla út frammistöðumatið í Mentor ef það er ekki búið nú þegar. Það er mjög mikilvægt að nemendur taki þátt í þessu og eigi samræður við ykkur foreldrana um námið, það eflir vitund þeirra og ábyrgð á námi sínu og frammistöðu. Þetta þarf að gera í dag eða á morgun. Frammistöðumat verður birt miðvikudaginn 11. febrúar og eftir það er ekki hægt að fylla inn í það. Nauðsynlegt er að allir séu búnir að ljúka skráningu fyrir föstudaginn næstkomandi.
Gangi ykkur vel 🙂

Undankeppni í skólahreysti haldin í Oddeyrarskóla í dag

Fulltrúar Oddeyrarskóla í skólahreysti

Fulltrúar Oddeyrarskóla í skólahreysti

Í dag stóð Heimir Örn íþróttakennari skólans fyrir skemmtilegri undankeppni í skólahreysti. Margir nemendur tóku þátt og stóðu þeir sig frábærlega. Það var góð stemning í húsinu og fullt af fólki að horfa á.

Þau sem stóðu sig best og verða því fulltrúar skólans eftir 5 vikur eru:

Strákar:

  • Axel 8.bekk upphýfingar og dýfur
  • Don 10.bekk  hraðaþraut
  • Birkir 10.bekk er varamaður

Stelpur:

  • Ágústa Jenný 9.bekk hraðaþraut
  • Birta Júlía 9.bekk armbeygjur og hanga
  • Elísabet Ingibjörg 10.bekk varamaður

Haldið upp á dag stærðfræðinnar

Í dag, 6. febrúar er dagur stærðfræðinnar og af því tilefni var skólastarfið brotið upp. Nemendur unglingadeildar sáu um að undirbúa og halda utan um stærðfræðistöðvar víðs vegar um skólann þar sem nemendur unnu skapandi og skemmtileg stærðfræðiverkefni. Nemendur voru allir með lítið “vegabréf” og létu stimpla á hverri stöð sem þeir heimsóttu.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega í vinnunni, bæði eldri krakkarnir við að halda utan um stöðvavinnunna og yngri krakkarnir við að fara á milli stöðva. Stærðfræðidagur 2015nr3 Stærðfræðidagur 2015nr1Fleiri myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.

Samstarfsdagur 8. bekkjar í Síðuskóla og Oddeyrarskóla

IMG_6042IMG_6083Í gær, þriðjudaginn 3. febrúar, komu nemendur úr 8. bekk í Síðuskóla í heimsókn til 8. bekkjar í Oddeyrarskóla. Þau voru hér allan daginn og fylgdu stundatöflu Oddeyrarskóla. Farið var í leiki, tekin viðtöl, farið í skotbolta í íþróttum og margt fleira skemmtilegt var gert. Nemendum í Síðuskóla var boðið að borða hér í Oddeyrarskóla að loknum skóladegi. Við þökkum krökkunum og Bibba kennara þeirra kærlega fyrir komuna.

Tannverndarvika og gjaldfrjálsar tannlækningar barna

sykurmagn

Embætti landlæknis stendur fyrir tannverndarviku á hverju ári, en hún stendur nú yfir. Vikan er helguð umfjöllun og fræðslu um sykurmagn í mat, sælgæti og drykkjum og mikilvægi þess að draga almennt úr sykurneyslu.

Kjörorð tannverndarviku 2015 er Sjaldan sætindi og í litlu magni.

Í tilefni umfjöllunarefnis tannverndaviku gefur embættið út myndbandið Sykur á borðum þar sem litið er inn hjá fjölskyldu sem ætlar að eiga notalega stund við sjónvarpið. 

Hér má sjá myndir sem sýna sykurmagn í ýmsum vinsælum vörutegundum sem börn og unglingar neyta.

 
Einnig vekjum við athygli á því að frá 1. janúar 2015 eru tannlækningar 8 til og með 17 ára barna, auk þriggja ára barna,  greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi.
 
 
 
                                           
Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands eru nú tæplega 50.000 börn skráð hjá heimilistannlækni. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin hafi skráðan heimilistannlækni og því eru þeir foreldrar sem ekki hafa gengið frá skráningu í Réttindagátt hvattir til að panta tíma hjá tannlækni sem fyrst, sem aðstoðar við skráninguna.  Lista yfir heimilistannlækna má nálgast á vef Sjúkratrygginga.  
 
Almennar upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar má nálgast á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.
 

Málþing í HOFI um snjalltækjanotkun barna og unglinga

HofÞessa dagana eru fulltrúar frá SAFT að heimsækja nemendur í 6. bekk grunnskólanna á Akureyri. Við eigum von á þeim hingað í Oddeyrarskóla á föstudagsmorguninn kl. 9:00. Hópurinn verður einnig með erindi í Hofi á málþingi um snjalltækjanotkun barna og unglinga á fimmtudagskvöldið kl. 20:00-21:30. Hér er auglýsing fyrir þann fund. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna á fundinn, enda afar mikilvægt unfjöllunarefni.