Fjölbreytt stærðfræði í Oddeyrarskóla

Vinna með rúmmál á fjölgreindardegi

Vinna með rúmmál á fjölgreindardegi

Nemendur í 9. bekk vinna með ummál hrings.

Nemendur í 9. bekk vinna með ummál hrings.

Talnamynstur í 8. bekk

Talnamynstur í 8. bekk

Nemendur í 10. bekk að gera launaútreikninga í töflureikni

Nemendur í 10. bekk að gera launaútreikninga í töflureikni

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarið hafa nemendur á unglingastigi unnið fjölbreytt verkefni í stærðfræði. Verkefnin voru margvísleg og eru gerð til að efla skilning nemenda á stærðfræði, tengja stærðfræðina við umhverfið og skapa fjölbreytni. Á myndunum sjást nemendur í 9. bekk vinna með ummál og flatarmál hringa, nemendur í 10. bekk vinna að fjárhagsáætlun og launaútreikninga í töflureikni og nemendur í 8. bekk í teningaspili sem reyndi á jákvæðar, neikvæðar tölur og röð aðgerða. Auk þess unnu nemendur á fjölgreindardegi verkefni sem reyndu á rúmmál og þrívídd.

Krakkakosningar 2016 í Oddeyrarskóla

Í dag voru haldnar Krakkakosningar í Oddeyrarskóla, hjá mið- og unglingastigi. Nemendur höfðu fengið kynningu frá öllum flokkum sem eru í framboði til Alþingiskosninga. http://krakkaruv.is/krakkakosningar

Nemendur voru áhugasamir og fannst mjög spennandi að taka þátt í þessum kosningum. Útbúinn var kjörstaður og settir upp kjörklefar. Nemendur fóru í sína kjördeild, gáfu upp fullt nafn og heimilisfang og fengu afhenda kjörseðla. Nemendur í 10. bekk sáu um að manna kjörstað og fengu m.a. þau hlutverk að taka á móti nemendum, vísa til sætis og bjóða nemendur velkomna. Nemendur í 10. bekk hafa í þjóðfélagsfræði unnið stórt verkefni um stjórnmál og tengist vinna þeirra m.a. kosningunum í dag.

Þetta gekk mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir í lok kosninganna. Niðurstöður verða sendar inn á krakkarúv og úrslit allra krakkakosninga tilkynnt í sjónvarpinu á kosningadag.

Hér má sjá stutt myndbrot frá kosningunum.

https://drive.google.com/open?id=1DNPFVGg4raIlx_ydPkMrnwbj2KSFoUAW-Q

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Nemendur kjósa í kjördeild 9 og 10.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Kosið í kjördeild 7 og 8.

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

Yfirkjörstjórn í Oddeyrarskóla vegna krakkkosninga RÚV 2016

 

Nýsköpun í 10. bekk

kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-010

Nemendur í 10. bekk hafa undanfarið unnið í náttúrufræði að nýsköpun. Nemendur unnu í hópum við að finna hugmyndir sem uppfylltu einhverja þörf í lífi þeirra á einhvern hátt. Þeir skiluðu af sér líkani og kynntu það. Á mánudaginn var foreldrum og nemendum á mið- og unglingastigi boðið á kynningu þar sem hóparnir sýndu sitt framlag. Nýsköpunin var fjölbreytt s.s. glær brauðrist, vélmenni sem sér um heimilisstörf, svifbretti og orkudrykkur. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg. Á myndunum má sjá nemendur kynna sínar hugmyndir.
kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-017kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-009
kynning-nyskodun-10-bekkur-okt-004

Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í verkefninu Göngum í skólann

Nemendur í 8. – 10. bekk hafa verið duglegir að taka þátt í verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Göngum í skólann. Þegar nemendur koma í skólann hafa þeir sett miða við inngang í stofur sem táknar hvernig þeir komu í skólann. Grænn miði merkir að nemandinn kom gangandi eða á hjóli og appelsínugulur miði merkir að nemandinn fékk far í skólann. Grænu miðarnir hafa verið mun fleiri en appelsínugulu miðarnir og er nokkur samkeppni milli bekkja að hafa sem flesta græna miða.

img_1530 img_1529 img_1528