Eflum málskilning barnanna okkar

Sem hluti af læsisstefnu sem nýlega var kynnt hefur Akureyrarbær í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri birt bæklinga fyrir foreldra sem fengnir eru frá Aarhus í Danmörku. Þar eru gagnlegar upplýsingar um það hvernig við getum eflt málskilning og tjáningu barnanna okkar. Virkilega gagnlegt og gott efni sem einnig er fáanlegt á fleiri tungumálum.

Fjölgreindadagur á morgun miðvikudag 4. október

Á morgun verður fjölgreindadagur þar sem nemendur vinna saman í aldursblönduðum hópum í margvíslegum verkefnum. Allir fá að prófa allt sem er í boði og spreyta sig á ólíkum hlutum í anda fjölgreindakenninga. Dagurinn er styttri en venjulega og allir búnir í skólanum um kl. hálfeitt. Nemendur sem eru í frístund fara þangað snemma fyrir vikið. Frjálslegt nesti er í boði þennan dag t.d. safi og kleina eða eitthvað slíkt 🙂 Image result for gardner multiple intelligence

Skólasetning verður í Oddeyrarskóla mánudaginn 22. ágúst 2016

Nemendur 2. – 4. bekkjar mæta á sal skólans kl. 9:00 og nemendur 5.-10. bekkjar mæta kl. 10.00. Skólastjóri setur skólann á sal og síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofurnar. Börn sem eru að hefja nám í 1. bekk mæta í viðtöl með foreldrum til umsjónarkennara dagana 22. og 23. ágúst. Sendur verður tölvupóstur með viðtalstímum.

Þeir sem eru að byrja í 1. bekk eru að sjálfsögðu einnig velkomnir á skólasetninguna kl. 9 þann 22. ágúst.

Skólastarf í 2. – 10. bekk hefst síðan samkvæmt stundaskrá þrðjudaginn 23. ágúst 2015. 

Góður árangur í skólahreysti

Nemendur Oddeyrarskóla stóðu sig vel í skólahreysti í vikunni. Lið skólans var skipað fjórum nemendum á unglingastigi og lenti það í þriðja sæti. Til hamingju með frábæran árangur! Skólahreysti 2016_85

Hljóðbækur og talgervlar

Allir þeir sem greinst hafa með lesblindu eiga rétt á að nýta sér bókakost hljóðbókasafnsins. Einnig er nú hægt að fá endurgjaldslaust sendan talgervil sem settur er upp í heimilistölvu, spjaldtölvu eða síma. Talgervillinn les upp af neti, pdf skjöl og texta sem skrifaður er upp í tölvuna. Við hvetjum alla sem eiga rétt á að nýta sér þessa tækni að kynna sér málið. Við í skólanum getum aðstoðað við að fá aðgang og leiðbeint um notkun. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum Hljóðbókasafns Íslands og Blindrafélagsins.

Hugmyndabanki fyrir foreldra

Starfsmenn í Rósenborg hafa sett saman hugmyndalista fyrir foreldra til að auðvelda þeim skipulag og vinnu þegar þeir ætla að hittast með börnunum sínum og gera sér glaðan dag. Endilega nýtið ykkur þetta.

Hjólareglur Oddeyrarskóla

hjólNú er kominn sá árstími að börn og fullorðnir fara að draga fram reiðhjólin sín. Af því tilefni minnum við á hjólareglurnar okkar.

Reglur um hjólanotkun í Oddeyrarskóla.

  1. Nemendur mega koma á hjóli í skólann frá og með vorönn í 2. bekk.
  2. Nemandi sem kemur á hjóli í skólann gerir það á ábyrgð foreldra/forráðamanna sem skulu meta færni og getu nemandans sem og aðstæður til að hjóla í skólann.
  3. Algjört skilyrði er að nota viðeigandi öryggisbúnað.
  4. Ekki má nota reiðhjól í frímínútum eða meðan á skólastarfi og Frístundargæslu stendur. Við brot á þessari reglu má skólinn kyrrsetja hjól og skal foreldri eða forráðamaður þá sækja hjólið.
  5. Þegar komið er á hjóli í skólann á að geyma hjól læst á skólalóðinni í eða við hjólagrindur. Skólinn ber enga ábyrgð á hjólum. Þjófnað eða skemmdarverk getur viðkomandi kært til lögreglu.

Skólahald í dag

Nú þegar klukkan er að nálgast hálfníu er búið að hreinsa helstu götur bæjarins. Kennarar eru því flestir komnir eða væntanlegir til vinnu og þeir nemendur sem eru komnir geta verið hér áfram. Velkomið er að senda börnin í skólann – þið metið stöðuna sjálf.
Kær kveðja, stjórnendur.