Kennsla í Oddeyrarkóla

Samþætting námsgreina

Í öllum bekkjum skólans er mikil áhersla lögð á að leggja góðan grunn fyrir áframhaldandi skólagöngu. Lestrarfærni og skilningur í stærðfræði er þar ofarlega á baugi, auk þess að leggja áherslu á góðar námsvenjur, samskipti og líðan. Þessar áherslur verða til þess að námið er oft sett upp í þemum þar sem unnið er með öll þessi markmið samhliða. Markmið allra greina geta farið saman í einu þema þar sem unnið er með tungumálið, sköpun, upplýsingatækni, stærðfræði og samskipti svo eitthvað sé nefnt. Hvert fag hefur þó enn sín markmið eins og þau birtast í Aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrá en þar sem kennarar vinna mikið saman í teymum er auðvelt að samþætta og vinna með þessu móti.

Í samfélags- og náttúrufræði er unnið að markmiðum gegnum ýmsa þemavinnu. Í fyrsta bekk er unnið út frá barninu sjálfu og nánasta umhverfi og síðan er unnið með stærri svið eftir því sem lengra líður á skólagönguna, fjallað um nánasta umhverfi, síðan bæinn, landið og heiminn allan. Að auki er fjallað um ýmislegt sem varðar líðandi stund s.s. algenga hátíðisdaga, atburði í veðri og náttúru Íslands og fleira. Áhugasvið barnanna eru einnig nýtt í þemavinnuna.

 • Börn í 1. – 4. bekk fá 30 kennslustundir á viku. Í viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir að skólar deili niður á hvert stig þeim tíma sem gefinn er upp í hverri grein. Þannig getur íslenskan eða stærðfræðin haft meira vægi á einhverjum tíma og aðrar greinar á öðrum tímum. Íþróttir eru þó alltaf að lágmarki þrjár stundir á viku.
 • Í vetur eru 72 nemendur á yngsta stigi. Unnið hefur verið að því í nokkur ár að samkenna þessum árgöngum að hluta. Tveir stoðkennarar vinna með þessum kennurum og þrír stuðningsfulltrúar sem gefur möguleika á aldursblöndun í hópa og fjölbreytni í hópavinnu. Einnig er unnið með aldursblandaða hópa í smiðjum en þar eru kenndar ýmsar verk- og listgreinar auk vísinda- tölvu- og útikennslu.
 • Í 1. bekk eru 15 nemendur, umsjónarkennari þeirra er Freydís Þorvaldsdóttir.
 • Í 2. bekk eru 15 nemendur og þar er umsjónarkennari Ragnheiður Ásta Einarsdóttir. Með 1. og 2. bekk starfar einn stoðkennari, Guðrún Jóhannesdóttir og einn stuðningsfulltrúi, Bára Árný Sigþórsdóttir.
 • Í 3. bekk eru 16 nemendur, umsjónarkennari er Sólveig Styrmisdóttir.
 • Í 4. bekk eru 26 nemendur, umsjónarkennari er Sigrún Finnsdóttir. Með 3. og 4. bekk starfar einn stoðkennari, Yrsa Hörn Helgadóttir og tveir stuðningsfulltrúar, Gréta Júlíusdóttir og Sunneva Guðgeirsdóttir.
 • Bekkjarfundir eru haldnir vikulega. Á þeim fundum er farið eftir ákveðnum leiðum við að ræða ýmis mál. Stundum er verið að leita lausna en á öðrum fundum er verið að ræða saman um ýmislegt er varðar réttindi og skyldur, líðan og fleira. Bekkjarfundir eru liður í forvarnarstarfi gegn einelti.
 • Nemendur í 1. bekk fá DAM fræðslu en hún snýst í megindráttum um að vinna með streituþol, samskiptahæfni, núvitund og tilfinningastjórn.
 • Börn í 5. – 7. bekk fá 35 kennslustundir á viku. Í viðmiðunarstundaskrá er gert ráð fyrir að skólar deili niður á hvert stig þeim tíma sem gefinn er upp í hverri grein. Þannig getur íslenskan eða stærðfræðin haft meira vægi á einhverjum tíma og aðrar greinar á öðrum tímum. Íþróttir eru þó alltaf að lágmarki þrjár stundir á viku.
 • Í vetur eru 55 nemendur á miðstigi. Einn bekkur í hverjum árgangi, einn umsjónarkennari með hvern bekk, einn stoðkennari og einn stuðningsfulltrúi.
 • Nemendur á stiginu njóta töluverðar samvinnu milli árganga í bóklegum greinum en jafnframt er unnið með aldursblandaða hópa í list- og verkgreinasmiðjum.
 • Námsgreinar eru samþættar eftir aðstæðum til að auka merkingarbærni náms og fjölbreytni. Mest er unnið að samþættingu íslensku og samfélagsfræði auk þess sem upplýsingatækni er tengd markvisst við allar námsgreinar.
 • Bekkjarfundir eru haldnir vikulega. Á þeim fundum er farið eftir ákveðnum leiðum við að ræða ýmis mál. Stundum er verið að leita lausna en á öðrum fundum er verið að ræða saman um ýmislegt er varðar réttindi og skyldur, líðan og fleira. Bekkjarfundir eru liður í forvarnarstarfi gegn einelti.
 • Börn í 8.–10. bekk fá 37 kennslustundir á viku. Í 8. bekk eru 33 kennslustund í grunnfögum og fjórar kennslustundir í valgreinum. Í  9.–10. bekk eru í 29 kennslustundir í grunnfögum og átta kennslustundir í valgreinum. Flestar valgreinar eru tvær kennslustundir á viku og velja nemendur sér því tvær til fjórar.. Valgreinar eru ýmist kenndar innan skólans eða í samvali en það er sameiginlegt námsframboð grunnskóla á Akureyri. Þar er m.a. boðið upp á valgreinar í samstarfi við Verkmenntaskólann á Akureyri þar sem markmiðið er m.a. að nemendur grunnskólanna geti nýtt sérþekkingu og sérhæfð verkstæði bæði í bók­ og verkgreinum. Einnig geta nemendur fengið metið nám í sérskólum s.s. tónlistar- og myndlistarnám og þátttöku í íþróttum eða öðru tómstundastarfi í stað valgreinar.
 • Í vetur eru 65 nemendur á unglingastigi Oddeyrarskóla. Einn bekkur er í hverjum árgangi, yfirleitt er einn umsjónarkennari með hvern bekk en í vetur eru tveir umsjónarkennarar með 10. bekk sökum fjölda en þar eru 29 nemendur.  Á unglingastigi eru því fjórir umsjónarkennarar og einn stoðkennari sem saman mynda teymi og er mikið samstarf þeirra í milli. Á stiginu eru líka einn stuðningsfulltrúi. Þrisvar í viku, tvær kennslustundir í senn, vinna nemendur í aldursblönduðum hópum að fjölbreyttum þemaverkefnum þar sem  grunnþættir menntunar og lykilhæfni eru lögð til grundvallar. Mikil áhersla er lögð á samvinnu nemenda og sjálfstæði þeirra í útfærslu verkefna. Upplýsingatækni tengd markvisst við allar námsgreinar.
 • Fastur liður í skólastarfi Oddeyrarskóla eru heimsóknir umsjónarkennara til nemenda í 8. bekk í upphafi skólaárs. Í heimsókninni er rætt það helsta sem fjölskyldunni liggur á hjarta varðandi komandi vetur. Ef foreldrar vilja ekki fá kennara heim má að sjálfsögðu hafa samtalið í skólanum. Undantekningalítið hafa foreldrar þegið að fá kennarana í heimsókn.
 • Bekkjarfundir eru haldnir vikulega. Á þeim fundum er farið eftir ákveðnum leiðum við að ræða ýmis mál. Stundum er verið að leita lausna en á öðrum fundum er verið að ræða saman um ýmislegt er varðar réttindi og skyldur, líðan og fleira. Bekkjarfundir eru liður í forvarnarstarfi gegn einelti.
 • Nemendur í 8. bekk fá DAM fræðslu hún snýst í megin dráttum um að vinna með streituþol, samskiptahæfni, núvitund og tilfinningastjórn.
 • Umsjónarkennarar á unglingastigi hafa í auknum mæli lagt áherslu á kynni nemenda úr Oddeyrarskóla við nemendur úr á sama aldri í öðrum skólum með heimsóknum á milli nemenda.

Teymiskennsla

Starfsmenn skólans starfa í teymum í því skyni að auka gæði kennslu og koma betur til móts við ólíkar þarfir nemenda, m.a. með fjölbreyttum kennsluháttum og námsmatsleiðum. Einnig er teymiskennsla liður í því að auka faglega samræðu kennara og rjúfa einangrun. Þannig myndast lærdómssamfélag í skólanum sem byggir á sameiginlegri ígrundun starfsfólks í daglegu starfi. Unnið er markvisst með aldursblöndun á öllum stigum. Á yngsta stigi vinna umsjónarkennarar 1. - 4. bekkjar auk stoðkennara saman sem eitt teymi. Á miðstigi starfa þrír umsjónarkennarar og einn stoðkennari saman í teymi og á unglingastigi starfa fjórir umsjónarkennarar og stoðkennari saman sem teymi.

Valgreinar

Nemendur í 8. bekk eiga kost á að velja sér tvær valgreinar (4 kennslustundir) á viku en nemendur í 9. og 10. bekk velja fjórar valgreinar (8 kennslustundir) á viku. Hluti valgreinanna er kenndur innan skólans en einnig gefst nemendum kostur á að velja valgreinar sem kenndar eru í samstarfi við aðra skóla bæjarins (samval). Samvalið eykur mjög fjölbreytni þeirra greina sem nemendur geta valið sérstaklega í svo fámennum skóla sem Oddeyrarskóli er.