Ráðgjöf og stuðningur á vegum skólateymis fjölskyldudeildar

Ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta er veitt af skólateymi fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Í skólateyminu eru bæði sálfræðingar og sérkennarar. Þeir taka við óskum um aðstoð frá skólanum og eru foreldrar hvattir til að ræða við umsjónarkennara eða stjórnendur ef þeir hafa áhuga á að leita aðstoðar eða ráðgjafar hjá starfsfólki fjölskyldudeildar. Einnig geta foreldrar leitað beint til fjölskyldudeildar.

Fundir nemendaverndarráðs koma málefnum nemenda til fjölskyldudeildar. Tengiliður við skólasálfræðinga er Fanný Rut Meldal (fannym@akureyri.is) og tengiliður skólans við barnaverndarteymi fjölskyldudeildar er Gyða Björk Ólafsdóttir (gydaolafs@akureyri.is)

Síðast uppfært 20.09 2023