Viðbrögð vegna gosmengunar

  • Ef loftmengun mælist mikil á Akureyri munu skólastjórnendur fara að tilmælum almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra eða Landlæknisembættisins ef þeir aðilar gefa út viðvaranir.
  • Komi til þess að skólanum verði lokað munu upplýsingar um það birtast á heimasíðu skólans.
  • Að öllu jöfnu mun kennsla fara fram eftir stundatöflu þótt Almannavarnir gefi út viðvörun um hátt magn gosefna á svæðinu. Setji Almannavarnir á útgöngubann gildir það að sjálfsögðu um skólastarf. Séu nemendur óvissir um kennslu í skólanum hafa þeir samband við skrifstofu skólans í síma 460-9550.
  • Séu gildi gosmengunar það mikil að mengunin hafi áhrif á einstaklinga sem eru viðkvæmir fyrir áhrifum hennar s.s. vegna asma eða annarra öndunarfærasjúkdóma, meta þeir sjálfir hvort þeir koma í skólann. Nemendur og foreldrar tilkynna fjarveru nemenda til ritara. Starfsmenn tilkynna forföll til ritara eða stjórnenda.
  • Ef send er viðvörun frá Almannavörnum um hátt magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) og það mælist meira en 2000 μg/m3 verður slökkt á loftræsingu í skólanum. Þegar slökkt er á loftræstingu í skólanum kólnar innanhúss (ef kalt er í veðri) á u.þ.b. 3-4 tímum. Kennslu verður þá haldið áfram og ástand metið eftir því sem líður á daginn. Kennsla getur orðið með breyttu sniði ef slökkt er á loftræstingu en ekki er gert ráð fyrir að kennsla falli niður nema tilkynning um það komi frá skólameistara. Tilkynningar verða settar á heimasíðu skólans og nemendur og starfsfólk verður látið vita. Kennarar sjá um að loka öllum gluggum í vinnurýmum sínum og kennslustofum ef þeir eru við kennslu. Húsvörður sér um að hækka hitastig á ofnum.

Á heimasíðum ýmissa aðila má fá frekari upplýsingar um gosmengun, áhrif hennar á einstaklinga og viðbrögð við henni.

Landlæknisembættið, vegna upplýsinga um heilsuhættur og leiðbeiningar um hvernig má halda sig frá loftmengandi efnum.

Síðast uppfært 18.10 2022