Nemendur eru skráðir í mat í gegnum kerfið Vala skólamatur. Foreldrar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og sjá síðan sjálfir um að færa inn pantanir sínar. Breytingar á áskrift sem gerðar er fyrir 20. hvers mánaðar taka gildi um næstu mánaðarmót. Ef foreldrar hafa ekki aðgang að tölvu geta þeir haft samband við ritara skólans sem aðstoðar þá.
Matseðill – Ágúst/September 2020
Matseðill – Nóvember 2019 (Uppfærður 23.10.19)
Matseðill – Ágúst/September 2019
Matseðill – Ágúst og september 2018
Skólafæði grunn- og leikskóla
Frá janúar 2012 hefur verið sameginlegur matseðill í öllum leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar. Matseðillinn rúllar á 7 vikna fresti. Matráðar hafa úr nokkrum uppskriftum að velja hvern dag. Farið er eftir ráðleggingum frá Landlæknisembættinu en þær styðjast vð samnorrænar ráðleggingar:
- Fiskur eða fiskréttir tvisvar í viku. Líka feitur fiskur
- Kjöt eða kjötréttir tvisvar í viku
- Súpur, skyr, hrísgrjónagrautur eða léttur réttur einu sinni í viku
- Grænmeti, salat og ávextir í boði alla daga
- Gróft brauð (með háu hlutfalli trefja)
- Grænmetisréttur, tvisvar sinnum í mánuði í stað kjötrétta.
Síðast uppfært 19.08 2024