Nemendur

Nemendur hafa ýmsar leiðir til að koma óskum sínum og sjónarmiðum á framfæri og geta þannig haft áhrif á skólastarfið.

  • Við skólann starfar nemendaráð undir handleiðslu kennara. Þar eiga nemendur frá 6. – 10. bekk fulltrúa. Nemendaráð fundar reglulega og stendur fyrir ýmsum uppákomum. Aðrir nemendur geta komið óskum til fulltrúa nemendaráðs sem fylgja hugmyndum eftir.
  • Nemendur eiga tvo fulltrúa í skólaráði og er annar þeirra fulltrúi úr 9. bekk í nemendaráði.  Sá nemandi situr í skólaráði í tvö ár þannig að árlega kemur nýr fulltrúi nemenda úr 9. bekk í skólaráð en hinn fulltrúinn situr sitt annað ár og kemur úr 10. bekk. Skólaráð starfar skv. lögum en í því sitja hagsmunaaðilar skólasamfélagsins. Skólaráð fundar 5-6 sinnum á ári og þar geta nemendur komið skoðunum sínum á framfæri.
  • Árlega er haldið nemendaþing þar sem nemendur ræða saman um ákveðin viðfangsefni og skila niðurstöðum til stjórnenda. Farið er yfir þær niðurstöður og tekið tillit til eins og aðstæður leyfa hverju sinni.
  • Nemendur frá 6. bekk  og eldri taka árlega þátt í nafnlausum nemendakönnunum á vegum Skólapúlsins þar sem koma má óskum og ábendingum á framfæri með svörum við opnum spurningum.
  • Nemendur eiga reglulega samtal við kennara hvort sem er á bekkjarfundum eða í einstaklingsmiðuðum nemendasamtölum þar sem þeir hafa tækifæri til að koma óskum um skólastarf á framfæri. Kennarar koma erindum áfram til stjórnenda sé þess óskað.
  • Nemendur geta pantað viðtal hjá skólastjórnendum og hafa þá samband við ritara sem aðstoðar við að finna tíma.

Síðast uppfært 14.02 2023