Stjörnuríki – Félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna er unglingar í 8. – 10. bekk og einnig boðið uppá opið starf og klúbba fyrir miðstig grunnskóla.

Félagsmiðstöð á að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af unglingunum sjálfum í samráði við starfsfólk.

Boðið er upp á fjölbreytta klúbbastarfsemi og einnig opin hús, þannig að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægt er að börnin og unglingarnir finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir félagsmiðstöðin ákveðnu forvarnahlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulagt forvarnastarf.

Á facebook síðu Stjörnuríkis má finna upplýsingar um dagsrá félagsmiðstöðvarinnar.

 

Síðast uppfært 06.07 2018