Nám og kennsla

Markmið náms

Í 2. grein grunnskólalaga segir að hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttök þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldi þróun. Þar segir einnig að grunnskóli skuli stuðla að víðsýni hjá nemendum og skólastarfið skuli leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.  Einnig er það hlutverk grunnskólans að búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Í Oddeyrarskóla er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér vinnubrögð og samskipti sem gerir þá færari um að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra í ókominni framtíð. Sjónum er sérstaklega beint að samræðum í ýmsum myndum og þjálfun í samvinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum í gegnum fjölbreytt þemaverkefni.

Í Oddeyrarskóla er leitast við að koma á lærdómssamfélagi sem byggir á sameiginlegri ígrundun og samvinnu starfsfólks og hefur það að markmiði að efla námsárangur nemenda.

Nám nemenda í grunnskóla grundvallast á samspili margra þátta. Til að nemandi nái góðum árangri í námi þarf hann að vera í hvetjandi námsumhverfi, upplifa væntingar, læra vönduð vinnubrögð og njóta góðrar kennslu þar sem horft er til þarfa hans og markmiða.

Nám og kennsla í Oddeyrarskóla

Í Oddeyrarskóla er leitast við að koma á lærdómssamfélagi sem byggir á sameiginlegri ígrundun og samvinnu starfsfólks og hefur það að markmiði að efla námsárangur nemenda.

Nám nemenda í grunnskóla grundvallast á samspili margra þátta. Til að nemandi nái góðum árangri í námi þarf hann að vera í hvetjandi námsumhverfi, upplifa væntingar, læra vönduð vinnubrögð og njóta góðrar kennslu þar sem horft er til þarfa hans og markmiða.