Starfsþróun

Starfsþróun starfsmanna fer fram í samræmi við starfsþróunaráætlun skólans með það að markmiði að allir starfsmenn hafi yfir að ráða haldgóðri þekkingu á þeim þáttum sem snerta störf þeirra, í samræmi við yfirlýsta stefnu skólans. Stefnt er að því að starfsmenn bæti sífellt við þekkingu sína og færni og bæti sig þannig í starfi enda séu þeim sköpuð tækifæri til þess. Þá er markmiðið að auka starfsgleði, að styrkja samstarf og sameiginlega sýn starfsmanna. Allir taka þátt í að þróa og vinna með SMT skólafærni og Heilsueflandi grunnskóla. Önnur verkefni miðast við þær áherslur sem kennarar og aðrir starfsmenn fást við hverju sinni.

Veturinn 2020-2021 eru eftirfarandi áhersluþættir lagðir til grundvallar:

 • Teymiskennsla
 • Lestur og læsi
 • Byrjendalæsi
 • Samræður til náms
 • Teymiskennsla
 • Hugarfar vaxtar
 • Heilsueflandi grunnskóli
 • SMT skólafærni.
 • DAM 
 • Zankov stærðfræði
 • Upplýsingatækni í skólastarfi; notkun Google for education, forritunar og annarrar hagnýtrar upplýsingatækni.

Auk þess geta starfsmenn nýtt sér önnur tækifæri til endurmenntunar sem bjóðast, t.d. hjá endurmenntunarstofnunum og fleiri aðilum. Það er þó alltaf háð samþykki skólastjóra hvort námskeið telst hluti af endurmenntunaráætlun starfsmanns og hvort skólinn tekur þátt í fjármögnun þess.  

Þá geta starfsmenn nýtt sér aðrar aðferðir til símenntunar, s.s. að stofna leshringi, nota félagastuðning o.fl. Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á að halda utan um sína símenntun og skrá hana á þar til gerð eyðublöð. Skólastjórnendur sjá um að staðfesta símenntun og halda utan um skráningarblöð eftir að þeim er skilað að loknu hverju ári.

Nánar er hægt að kynna sér símenntunaráætlun Oddeyrarskóla hér.

Síðast uppfært 15.09 2020