Frístund

IMG_1530Frístund er í boði í Oddeyrarskóla fyrir börn frá 1. – 4. bekk eftir skólatíma til kl. 16:15. Umsjónarmaður frístundar er Sigrún Hlíf Gunnarsdóttir, en auk hennar starfa þar Allý Halla Aðalgeirsdóttir og Dóra Bryndís Hauksdóttir. Beint símanúmer frístundar er:

 • Skrifstofa: 460-9557
 • Leikherbergi: 460-9558

Algengar spurningar

Hvernig skrái ég barnið mitt í frístund?

Skráning fer fram í gegnum Völu frístund í febrúar/mars ár hvert. Sækja þarf um á hverju ári og umsóknin gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní).

Hvað kostar að vera með barn á frístundaheimili?

Gjaldskrá frístundaheimila er aðgengileg hér.

Hver er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilið?

Sá sem skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og byrjar umsóknarferlið er skráður greiðandi fyrir frístundaheimilinu.

Hvernig er haft samband við mig og af hverju?

Forstöðumaður frístundaheimilis nýtir skráð netföng til þess að koma skilaboðum áleiðis til foreldra. Foreldrar/forsjáraðilar fá þá almennar fréttir úr starfinu, tilkynningar og aðrar upplýsingar.

Er frístund opin á skólafrídögum?

Hér eru þeir dagar á skólaárinu þar sem ekki er skólastarf eða óhefðbundið skólastarf. Frístund er yfirleitt opin þessa daga, þó eru undantekningar þar á. Skrá þarf nemendur í lengda viðveru þann tíma sem fellur utan reglubundinar viðveru milli kl. 13:00 – 16:15 og er greitt sérstaklega fyrir hana, sjá gjaldskrá.
 • 23. ágúst Skólasetningardagur. Opið 8.00 – 16:15
 • 24. ágúst Viðtalsdagur fyrir 1. bekk. Opið 8.00 – 16:15
 • 14. oktober Skipulagsdagur. Opið 8:00 – 16:15
 • 15. október Viðtöl. Opið 8:00 – 16:15
 • 18. október Haustfrí. Opið 8:00 – 12:00
 • 19. október Haustfrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 23. nóvember Skipulagsdagur. Opið 8:00 – 16:15
 • 20. desember Litlu jólin. Opið 8:00– 16:15
 • 21. desember Þriðjud. Jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 22. desember Miðvikud. Jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 23. desember Fimmtud. Jólafrí Lokað
 • 27. desember Mánud. jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 28. desember Þriðjud. jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 29. desember Miðvikud. jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 30. desember Fimmtud. jólafrí. Opið 8:00 – 16:15
 • 3. janúar Skipulagsdagur. Opið 8:00 – 16:15
 • 24. janúar Skipulagsdagur. Opið 8:00 – 16:15
 • 28. febrúar Viðtöl. Opið 8:00 – 16:15
 • 1.mars Viðtöl. Opið 8:00 – 16:15
 • 2.mars Öskudagur Lokað
 • 3.mars Vetrarfrí. Opið 13:00 – 16:15
 • 4.mars Vetrarfrí. Opið 13:00 – 16:15
 • 11. apríl Mánud. páskaleyfi. Opið 8:00 – 16:15
 • 12. apríl Þriðjud. páskaleyfi. Opið 8:00 – 16:15
 • 13. apríl Miðvikud. páskaleyfi. Opið 8:00 – 12:00
 • 6. maí Skipulagsdagur. Opið 8:00 – 16:15
 • 3. júní Föstud. Skólaslit. Opið 8:00 – 16:15

Hvað er lengd viðvera?

Lengd viðvera er þegar þjónusta í frístundaheimilum er nýtt kl. 8:00 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum. Greiða þarf sérstaklega fyrir þá þjónustu. Þá daga geta börnin engu að síður dvalið í frístund frá kl. 13:10 – 16:15 án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

Hvernig skrái ég barnið mitt í lengda viðveru?

Þú sækir um lengda viðveru á umsóknarvefnum Vala Frístund. eða skilar inn útfylltu eyðublaði til forstöðumanns frístundara.

Hvað kostar lengd viðvera?

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00 – 13:10 á foreldraviðtalsdögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það samkvæmt gjaldskrá. Þá daga geta börnin engu að síður mætt eftir hádegi eins og um venjulegan dag væri að ræða án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

Hvernig breyti ég vistunartíma?

Inni á Völu frístund skráir foreldri/forsjáraðili sig inn og getur þar séð núverandi skráningu og breytt skráningunni.