Frístund

IMG_1530Frístund er í boði í Oddeyrarskóla fyrir börn frá 1. – 4. bekk eftir skólatíma til kl. 16:15.

Skrá þarf börn í Frístund fyrir allan veturinn með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga og tíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur verið frá dvalarsamningi. Staðfest skráning gildir út allt skólaárið en foreldrar geta breytt dvalartíma með mánaðar fyrirvara sem miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.

Umsjónarmaður frístundar er Sigrún Hlíf Gunnarsdóttir, en auk hennar starfa þar Allý Halla Aðalgeirsdóttir og Dóra Bryndís Hauksdóttir.

Beint símanúmer frístundar er:

  • Skrifstofa: 460-9557  
  • Leikherbergi: 460-9558