Foreldrafélag

Stjórn foreldrafélags Oddeyrarskóla samanstendur af einum bekkjarfulltrúa úr hverjum árgangi skólans og er því stjórn skipuð 10 fulltrúum.

Formaður: Sigrún Björg Aradóttir 

Gjaldkeri: Sigurður Freyr Sigurðsson 

Ritari: Kristín Þorgeirsdóttir

 1. Félagið heitir Foreldrafélag Oddeyrarskóla. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.

Heimilt er að innheimta félagsgjald að hausti sem ákveða skal á aðalfundi.

  1. Foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum verða sjálfkrafa meðlimir félagsins,  nema þeir óski annars.
 • Tilgangur félagsins er:
   1. Að efla samskipti skólans og foreldra/forráðamanna þeirra barna er þar stunda nám.
   2. Að veita aðstoð í skólastarfinu, þ.á.m. við félagsstörf nemenda.
 • Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því m.a.:
  1. Að halda fundi um ýmis uppeldisfræðileg efni.
  2. Að veita aðstoð í skólastarfinu, þ.á.m. við félagsstörf nemenda.
  3. Að standa að eða styðja menningarlíf innan skólans, svo og annað sem að gagni getur komið fyrir skólann og nemendur hans.
 1. Bekkjarráð er skipað minnst tveimur fulltrúum úr hverri bekkjardeild. Bekkjarráð skal starfa við undirbúning og framkvæmd sérstakra verkefna þar sem þörf er á samstilltu átaki foreldra/forráðamanna, kennara og nemenda. Bekkjaráðsfulltrúar hverrar bekkjardeildar sjá um í samvinnu við umsjónarkennara að minnst tveir foreldrar/forráðamenn  úr hverri bekkjardeild taki sæti í bekkjarráði í upphafi skólaárs.
 2. Aðalfund félagsins skal halda í október ár hvert. Hann skal boðaður skriflega með a.m.k. 5 daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef boðað er til hans á réttan hátt.  

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Skýrsla formanns um störf félagsins og umræða um hana.
 2. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
 3. Umræða og atkvæðagreiðsla um reikninga.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Skipun tveggja fulltrúa í skólaráð í samráði við skólastjórnendur.
 8. Ákvörðun félagsgjalda.
 9. Önnur mál.
 10. Í stjórn félagsins situr einn fulltrúi úr hverju bekkjarráði. Heimilt er þó að tveir fulltrúar komi til fyrir hönd bekkjaráðs í stjórn sé fyrir því áhugi eða aðstæður eru fyrir hendi. Ávallt skal hluti stjórnar sitja í a.m.k. tvö ár. Stjórnin skiptir með sér störfum og velur einn fulltrúa úr stjórn í fulltrúaráð foreldrafélaga í bænum. Fráfarandi formaður skal kalla nýkjörna stjórn saman til fyrsta fundar eigi síðar en 10 dögum eftir aðalfund. Skólastjóri eða staðgengill hans hefur seturétt á stjórnarfundum félagsins með málfrelsi og tillögurétt. Skal hann boðaður á sama hátt og stjórnarmenn.
 11. Stjórn félagsins skal halda minnst tvo almenna félagsfundi árlega.
 12. Stjórn félagsins skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum sem upp kunna að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.
 13. Ef 20 félagsmenn eða fleiri óska eftir með undirskrift að haldinn verði félagsfundur eða auka-aðalfundur er stjórninni skylt að verða við þeirri ósk.
 14. Slíkan fund skal boða á sama hátt og aðalfund innan hálfs mánaðar frá því að óskin kemur fram. Lög foreldrafélags Oddeyrarskóla
 15. Félagið má aðeins leysa upp, að ⅔ hlutar fundarmanna greiði því atkvæði á aðalfundi, enda skuli vera tillaga um það í fundarboði. Skulu þá eignir félagsins renna til Oddeyrarskóla.

Svohljóðandi lög félagsins voru samþykkt á aðalfundi félagsins þann 4. október 2012

...