Skólaráð

Með gildistöku laga nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 komu skólaráð í stað foreldraráða.

Fulltrúar í skólaráði Oddeyrarskóla skólaárið 2019-2020 eru :

 • Anna Bergrós Arnarsdóttir (skólastjóri)
 • Fjóla Helgadóttir (deildarstjóri)
 • Rannveig Sigurðardóttir (deildarstjóri/staðgengill skólastjóra)
 • Jóna Kristín Guðmundsdóttir (fulltrúi foreldra)
 • Arney Ingólfsdóttir (fulltrúi foreldra)
 • ? (fulltrúi foreldra/grenndarsamfélags)
 • Bára Árný Sigþórsdóttir (fulltrúi starfsmanna)
 • Sigurrós Karlsdóttir (fulltrúi kennara)
 • Sólveig Styrmisdóttir (fulltrúi kennara)
 • Jósep Pétursson (fulltrúi nemenda)
 • Hekla María Kristjönudóttir (fulltrúi nemenda)

Þeir foreldrar sem vilja koma jákvæðum og neikvæðum ábendingum um skólastarfið á framfæri til skólaráðs geta snúið sér til fulltrúa foreldra í skólaráði.

Hvað er skólaráð?

 • Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.
 • Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.
 • Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
 • Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin.
 • Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
 • Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn
  • Tveimur fulltrúum kennara
  • Einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla
  • Tveimur fulltrúum nemenda
  • Tveimur fulltrúum foreldra
  • Skólastjóra, sem stýrir starfi skólaráðs
 • Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Starfsreglur skólaráðs

Fundargerðir skólaráðs