Forvarnarteymi gegn einelti

Unnið gegn einelti

Gegn einelti húfur

Gegn einelti húfur

Velferðarteymi skólans vinnur að forvörnum gegn einelti auk þess að taka á eineltismálum þegar þau koma upp. Í velferðarteymi 2023-2024 eru: 

 • Anna Bergrós Arnarsdóttir, skólastjóri
 • Linda Rós Rögnvaldsdóttir ráðgjafi
 • Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, deildarstjóri
 • Fjóla Kristín Helgadóttir, deildarstjóri
 • Ingibjörg Sólrún Ingimundardtóttir, hjúkrunarfræðingur

Hlutverk velferðarteymis í eineltismálum:

 • Endurskoða árlega forvarnaráætlun gegn einelti.
 • Tryggja að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn einelti sé beitt, m.a. með skimunaráætlun
 • Upplýsa foreldra/forsjáraðila um stefnu skólans í eineltismálum og hvetja þá til að leggja skólanum lið.
 • Vinna aðgerðaráætlun gegn einelti og ofbeldi í Oddeyrarskóla og birta á heimasíðu skólans.
 • Upplýsa foreldra um hverjir sitja í teyminu.
 • Kynna stefnu skólans á haustfundum og gera forsjáraðilum grein fyrir mikilvægi þeirra í fyrirbyggjandi aðgerðum og við lausn eineltismála.
 • Benda foreldrum á að jákvæð umræða um stefnu skólans í eineltismálum sé mikilvæg þar sem skoðanir þeirra og viðhorf móti skoðanir og viðhorf barna þeirra.
 • Hvetja foreldra til að ræða við börn sín um einelti og afleiðingar þess.
 • Tryggja að kennarar haldi reglulega bekkjarfundi þar sem stuðlað er að góðum samskiptum innan skólasamfélagsins.
 • Kynna gátlista fyrir kennurum og hvetja þá til að nýta sér hann á hverju skólaári.
 • Kynna starfsfólki skólans forvarnar- og fræðsluáætlun gegn einelti. Fjalla um aðferðir, gagnasöfnun og samskiptaleiðir.