Námsráðgjafi

Námsráðgjafi Oddeyrarskóla er Linda Rós Rögnvaldsdóttir

Skrifstofa námsráðgjafa er í starfsmannaálmu og geta nemendur og foreldrar óskað eftir viðtali í samráði við ritara.

Viðtalstími námsráðgjafa er skv. samkomulagi. Allir nemendur og forráðamenn þeirra eru velkomnir til námsráðgjafa. Hægt er að hafa samband í síma 460-9550 eða netfangið lindaros@oddeyrarskoli.is til að óska eftir viðtali.

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.

Aðstoð námsráðgjafa fer eftir þörfum hvers og eins. Námsráðgjafi getur meðal annars aðstoðað nemendur við að:

  • þekkja styrkleika sína og veikleika svo þeir fái betur notið sín í námi og starfi,
  • bæta vinnubrögð og námstækni,
  • átta sig á hvar áhugasvið liggja,
  • uppgötva hæfileika sína og tækifæri,
  • skipuleggja menntun sína, bæði í nútíð og framtíð,
  • leysa persónuleg vandamál sem hindra þá í námi (t.d. samskiptaerfiðleikar heima og/eða í skóla, einelti, námserfiðleikar, kvíði, leiði, einmanakennd o.fl.),
  • velta fyrir sér framtíðarstarfi,
  • bæta samskipti við bekkjarfélaga og aðra.

Síðast uppfært 30.11 2021