Grunnþættir menntunar í Oddeyrarskóla

Í aðalnámskrá grunnskóla eru skilgreindir sex grunnþættir menntunar; læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Grunnþættirnir sem tengjast allir innbyrðis og eru jafnframt háðir hver öðrum eiga samkvæmt aðalnámskrá að endurspeglast í daglegu skólastarfi og vera sýnilegir í skólanámskrá hvers skóla. Í Oddeyrarskóla er leitast við að gera þessum þáttum góð skil í öllu skólastarfi sem dæmi má nefna að nemendur skólans hafa tekið þátt í málþingum sem lúta að innra starfi skólans og bæði forseta- og alþingskosningum barna. Til að festa grunnþættina betur í sessi hefur verið hafist handa með markvissa vinnu með þrjá þeirra; læsi, heilbrigði og velferð og jafnrétti.