Útivistardagur 16. september

Miðvikudaginn 16. september er útivistardagur í Oddeyrarskóla, en þessi dagur er dagur íslenskrar náttúru. Veðurhorfur eru góðar þennan dag. Farið verður með rútum frá skólanum að bílaplaninu við Súlur. Nemendur yngsta stigs fara í gönguferð og berjamó í brekkum að Fálkafelli. Nemendur miðstigs og unglingastigs hafa val um mismunandi gönguleiðir, þ.e. að Glerárstíflu, Fálkafell-Gamli-Hamrar, eða Súlur. Nemendur koma heim með rútum sem fara á mismunandi tíma, frá 11:30-13:30. Hádegismatur er í boði við heimkomu. Lok skóladags eru skv. stundaskrá en þeir sem fara alla leið á Súlur gætu komið seinna heim en stundaskrá segir til um. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri, á góðum skóm og með hollt og gott nesti.

Skólabyrjun 2020

Skólasetning Oddeyrarskóla verður á sal skólans mánudaginn 24. ágúst. Nemendur mæta:

kl. 9:00, 2. – 4. bekkur

kl. 9:30, 5. – 6. bekkur

kl. 10:00, 8. – 10. bekkur

Skólastjóri setur skólann en nemendur fylgja svo umsjónarkennara í sínar heimastofur. Dagskráin þennan dag tekur 30-45 mínútur. Að þessu sinni óskum við eftir að nemendur mæti án foreldra en við viljum takamarka umgengni annara en starfsmanna og nemenda um skólahúsnæðið eins og kostur er. Nemendur 7. bekkjar fara að Reykjum kl. 8:30 um morguninn. Foreldrar nemenda sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal 24. eða 25. ágúst.