Síðdegisopnun á bókasafni og fatamarkaður

Fimmtudaginn 24. nóvember var bókasafnið opið síðdegis, frá 16:30 -18:00, fyrir nemendur, foreldra og aðra gesti sem áhuga höfðu á að kíkja í heimsókn.

Boðið var upp á kaffi, kleinur og kókómjólk. 

Á sama tíma var fatamarkaður, þar sem fólk gat komið og fengið sér föt og annað sem kom úr geymslum og skápum starfsmanna og foreldra, sem og skoðað þau föt sem skilin hafa verið eftir hér í skólanum undanfarið. 

Mæting var allgóð. Um 30 manns kíktu inn á bókasafnið. Sumir gerðu stuttan stans, öðrum dvaldist lengur við að skoða bækur með börnum sínum eða spila við þau.

Baráttudagur gegn einelti er í dag

Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjöunda sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn og velunnarar skólanns prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn.

Gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Oddeyrarskóla gaf skólanum á dögunum afar veglega gjöf sem á svo sannarlega eftir að nýtast nemendum vel.  Um er að ræða fjöldan allan af spilum fyrir bæði unga og aldna og færum við foreldrafélaginu okkar bestu þakkir fyrir þessa einstaklega flottu gjöf.

Stúlkur í 5. bekk tóku á móti spilunum fyrir hönd nemenda.