Skólasetning 22. ágúst 2022

Oddeyrarskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst 2022. Nemendur mæta á sal og fara síðan með umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu. Foreldrar nemenda í 1. bekk fá upplýsingar um skólabyrjun frá kennara og deildarstjóra.

Klukkan 9:00 nemendur í 2. – 5. bekk

Klukkan 9:30 nemendur í 6. – 10. bekk

Framkvæmdir á skólalóð

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á skólalóðinni og þeim er ekki lokið. Vakin er athygli á því að hætta getur skapast ef börn eru að leik á vinnusvæðinu þar sem umferð stórra tækja er mikil. Það er einnig verið að skipta um gler í öllum gluggum á suðausturhlið svo þarna eru margir að störfum á litlu svæði. Vakin er athygli á því að börn hafa verið að fara inn á svæðið þar sem verið er að setja upp leiktæki, sérstaklega á kvöldin þegar starfsmenn eru farnir af svæðinu. Það er stórhættulegt að klifra í tækjunum sem ekki eru uppsett að fullu. Fallhætta er mikil og það er t.d. ekki búið að festa rörin í rennibrautinni saman. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að ræða það við börn sín að fara ekki inn á vinnusvæðið heldur bíða þar til það verður tilbúið.

Unucefhreyfingin

Nú á vordögum tóku nemendur og starfsfólk þátt í Unicefhreyfingunni eins og hefð hefur verið fyrir í all nokkur tíma. Nemendur söfnuðu áheitum og rennur féð til hjálparstarfs á vegum Unicef. Að þessu sinni söfnuðust 165.124 krónur. Vel gert Oddeyrarskóli.

Fyrir þessa upphæð er meðal annars hægt að kaupa skóla í kassa sem er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru. Þessu gæti líka fylgt leikjakassi semnýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.

En það er ekki allt, ofan á þetta er hægt að bæta við 500 skömmtum bóluefnum gegn mislingum og 500 skömmtumaf bóluefni gegn mænusótt.
Við tökum vatni og næringu sem sjálfgefnum hlut en úti í heimi er fólk ekki jafn heppið. 25.000 vatnshreinsitöflur hjálpa okkur við að hreinsa 125.000 lítra af vatni og 1000 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki gera kraftaverk fyrir vannærð börn. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.

Þetta er vitaskuld bara dæmi um það sem hægt er að gera fyrir þessa upphæð og skólinn fékk miklar þakkir frá Unicef fyrir sína frábæru söfnun.

Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt – margt smátt gerir eitt stórt og kraftaverk fyrir börn í neyð.