Sterk út lífið

Skólinn býður upp á fræðslu með yfirskriftina Sterk út í lífið! Hvað mótar sterkan einstakling og hvernig geta foreldrar/forráðamenn stuðlað að bættri sjálfsmynd barna sinna? Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur verður með erindið í fjarfundi þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00-17:45. Við reiknum með um það bil hálftíma erindi og umræðum í 15 mínútur.

Fræðslan er liður í Velferðarverkefninu okkar Bætt líðan – aukin fræðsla og byggja efnistök m.a. á óskum foreldra frá því á haustfundi 2023.

Foreldrar og forráðamenn hafa nú þegar fengið sendan hlekk vegna fundarins.

Árshátíð 2024

Árshátíð Oddeyrarskóla er haldin dagana 24. og 25. janúar. Þann 24. janúar eru sýningar fyrir nemendur á skólatíma en 25. janúar eru sýningar fyrir foreldra, forráðamenn og aðra nákomna. Nemendur eru í umsjón kennara meðan á sýningum þeirra stendur.

  • Fyrsta sýning kl. 14:00   2.  4. 7. og 10. bekkur. 
  • Önnur sýning kl. 15:30   1. 5. 8. og 10. bekkur. 
  • Þriðja sýning kl. 17:00   3. 6. 9. og 10. bekkur.

Ekkert kostar inn á árshátíð en foreldrar mega leggja inn frjáls framlög á reikning nemendafélags og ágóðinn nýtist í þágu nemenda s.s. vegna uppbrots eða rútuferða. 0302 – 13 – 000229, kennitala 450908-2580, nemendafélag Oddeyrarskóla söfnunarreikningur.

Við minnum á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins sem verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og er hægt að njóta veitinga annað hvort fyrir eða eftir sýningar. Hér er bréf frá foreldrafélaginu.