Árshátíð

Þessa vikuna standa yfir æfngar vegna árshátíðar skólans sem fram fer í vikulokin. Föstudagurinn 27. janúar er tvöfaldur skóladagur en eftir hádegishlé sýna allir árgangar sín atriði fyrir samnemendur og starfsfólk skólans. Á laugardaginn eru síðan leiksýningar fyrir foreldra og forrðáðamenn og aðra nákomna. Frekari upplýsingar um árshátíðana má finna hér í þessu foreldrabréfi. Vert er að minna á glæsilegt kaffihlaðborð foreldrafélagsins á laugardaginn sem verður í boði milli leiksýninga en sýningar verða sem hér segir:
Fyrsta sýning kl. 11:30 1., 5., 9. og 10. bekkur
Önnur sýning kl. 13:00 2., 4., 7. og 10. bekkur
Þriðja sýning kl. 14:30 3., 6., 8. og 10. bekkur
Opin hús og klúbbastarf FÉLAK
Við hjá FÉLAK erum með ýmislegt á prjónunum
Markmiðið hjá okkur er alltaf að búa til, eða að finna, fjölbreytta og skemmtilega afþreyingu fyrir börnin og við vitum vel að snjalltæki heilla mikið á þessum tímum. Vegna þessa þá ætlum við að reyna að færa þeim verkefni og þrautir sem að vonandi færa þessa skjánotkun á jákvæðari og uppbyggilegri brautir.
Opin hús og klúbbastarf fara að byrja, ýmsir stórir viðburðir eru einnig á dagskrá þessa önnina, frekari upplýsingar um það verður að sjálfsögðu auglýst, bæði á facebook síðunni okkar og í skólunum.
Umsjón með starfi FÉLAK eru Andri Már Mikaelsson og Hulda Ósk Jónsdóttir
Sérfræðingar í félagsmálum barna


Gleðileg jól