Foreldrafélag Oddeyrarskóla færði skólanum gjöf nú í upphafi skólans. Þau keyptu m.a. bolta, krítar, boltaspil, kústa og þoturassa. Færum við þeim bestu þakkir fyrir og þetta mun nýtast vel í leik og starfi.

Unicef hlaupið fór fram miðvikudaginn 31.maí. Nemendur stóðu sig vel og nutu útiverunnar í góðu veðri. Þeir sem hafa áhuga á að gefa í söfnunina er enn hægt að leggja inn á söfnunarreikninn á þessari slóð https://sofnun.unicef.is/participant/oddeyrarskoli-hreyfingin-2023
Nemendur hafa verið að skreyta hurðir í skólanum. Hér má sjá afraksturinn en dómnefnd mun vald jólahurð ársins 2022. Sigurvegarar að þessu sinni voru nemendur í 1. bekk hjá þeim yngri og 9. bekk hjá eldri nemendum.
Nú á vordögum tóku nemendur og starfsfólk þátt í Unicefhreyfingunni eins og hefð hefur verið fyrir í all nokkur tíma. Nemendur söfnuðu áheitum og rennur féð til hjálparstarfs á vegum Unicef. Að þessu sinni söfnuðust 165.124 krónur. Vel gert Oddeyrarskóli.
Fyrir þessa upphæð er meðal annars hægt að kaupa skóla í kassa sem er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru. Þessu gæti líka fylgt leikjakassi semnýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.
En það er ekki allt, ofan á þetta er hægt að bæta við 500 skömmtum bóluefnum gegn mislingum og 500 skömmtumaf bóluefni gegn mænusótt.
Við tökum vatni og næringu sem sjálfgefnum hlut en úti í heimi er fólk ekki jafn heppið. 25.000 vatnshreinsitöflur hjálpa okkur við að hreinsa 125.000 lítra af vatni og 1000 skammtar af vítamínbættu jarðhnetumauki gera kraftaverk fyrir vannærð börn. Í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá poka af vítamínbættu jarðhnetumauki á dag í fáeinar vikur til að ná fullum bata.
Þetta er vitaskuld bara dæmi um það sem hægt er að gera fyrir þessa upphæð og skólinn fékk miklar þakkir frá Unicef fyrir sína frábæru söfnun.
Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku þátt – margt smátt gerir eitt stórt og kraftaverk fyrir börn í neyð.
Í tilefni baráttudags gegn einelti, 8. nóvember, fengu nemendur 1. bekkjar og nýir nemendur í 2. bekk, afhentar húfur sem á stendur „Gegn einelti“. Þetta er í sjötta sinn sem við í Oddeyrarskóla gerum þetta en starfsmenn prjónuðu húfurnar. Húfurnar eru merktar hverju barni og hver þeirra er með sína liti og eru þær fjölbreytilegar í útliti eins og nemendahópurinn. Þennan dag hittust nemendur í 1.-3.bekk og sungu saman nokkur vinalög. Nóvember mánuður er tileinkaður vináttunni.
Nemendur 6. bekkjar Oddeyrarskóla fóru í siglingu með Húna II miðvikudaginn 26. ágúst. Ferðin byrjaði á því að Steini Pjé fór yfir öll öryggisatriði skipsins og kenndi krökkunum hvað gera skildi ef eitthvað kæmi uppá í ferðinni. Svo fengu nemendurnir fræðslu um sjávardýr hjá Hreiðari Þór Valtýssyni líffræðingi og skoðuðu ýmis sýnishorn af skemmtilegum lífverum úr sjó sem búið var að þurrka. Þegar við vorum komin út á Hörgárgrunn sást hvalablástur við austurströndina og við hröðuðum okkur þangað, þar voru nokkrir Hnúfubakar á ferð og fengum við stórkostlega sýningu hjá þeim. Að því loknu var rennt fyrir fisk og fiskurinn krufinn og innyflin skoðuð. Veiði var ágæt og margir sýndu mikla veiðitakta. Á heimleiðinni var fiskurinn grillaður og þeir sem vildu gátu smakkað. Við vorum heppin með veður, það var þurrt og lítill vindur en þegar við vorum á leiðinni í land byrjaði að rigna og hvessa. Þetta var frábær ferð, nemendur 6. bekkjar stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar.
Við þökkum áhöfninni á Húna, skóladeildinni og Háskólanum á Akureyri fyrir fróðlega og skemmtilega ferð!
Fleiri myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðu skólans.