Jólakveðja

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegar jólahátíðar og farsældar á komandi ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

UNICEF-Hreyfingin

Í byrjun júní fór fram áheitahlaup þar sem safnað var til styrktar börnum sem búa við skert lífsgæði. Samtals söfnuðust 220798 krónur sem ýmist voru lagðar inn á reikning söfnunarinnar eða komu í umslagi í skólann. Þessa fjármuni er hægt að nota t.d. til kaupa á leikföngum og námsgögnum og til auka aðgengi að hreinu vatni og næringu. Einnig til kaupa og varðveislu bóluefna og lyfja. Kærar þakkir allir sem tóku þátt.

Viðurkenning fræðsluráðs

Miðvikudaginn 2. júní voru viðurkenningar fræðsluráðs afhendar í Brekkuskóla. Að þessu sinni hlutu starfsmenn af unglingastigi, þau Sissa, Rakel, Þórarinn, Jónas og Sigrún viðurkenningu fyrir ÞEMA á unglingastigi en þar er um að ræða samþættingu kennslugreina í heildstæð þemaverkefni. Jói húsvörður hlaut viðurkenningu fyrir jákvæðni og vel unnin störf og hjá nemendum var það Arney í 7. bekk sem fékk viðurkenningu fyrir að vera góð fyrirmynd sinna jafnaldra.

Skóla lokað tímabundið

Kæru foreldrar,

Eins og fram kom í fréttum í dag verður grunnskólum landsins lokað frá og með morgundeginum og fram yfir páskafrí. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma. Við munum láta vita hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska þegar við vitum hvernig staðan verður.

Bestu kveðjur og hafið það gott um páskana, Anna, Fjóla og Magga

Útivistardagur í Hlíðarfjalli 1. mars

Við stefnum á útivistardag í Hlíðarfjalli 1. mars nk. ef veður og aðstæður leyfa. Nemendur yngsta stigs fara líka í Fjallið en ekki í Kjarnaskóg eins og til stóð. Fylgist með á heimasíðunni á mánudagsmorgun. Ef ekki viðrar til útiveru verður hefðbundinn skóladagur og sund hjá flestum bekkjum.

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Miðvikudaginn 10. febrúar fór fram undankeppni þar sem fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar voru valdir. Margir nemendur tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði. Þá voru nemendur bekkjarins í heild til fyrirmyndar sem áheyrendur og hefði mátt saumnál detta þann tíma sem keppnin fór fram. Fjóla, Þórarinn og Helga voru dómarar. Fulltrúar Oddeyrarskóla í lokakeppninni verða Arney, Helgi og Gunnar til vara.

Árshátíð skólans frestað

Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem fyrirhuguð er skv. skóladagatali laugardaginn 23. janúar. Þess í stað stefnum við á árshátíð föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl og vonum að þá verði búið að rýmka samkomutakmarkanir en við lögum okkur að þeim reglum sem verða í gildi á þeim tíma. Eftir sem áður verður skipulagsdagur mánudaginn 25. janúar.