Gleðileg jól

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegar jólahátíðar og farsældar á komandi ár með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.

Síðdegisopnun á bókasafni og fatamarkaður

Fimmtudaginn 24. nóvember var bókasafnið opið síðdegis, frá 16:30 -18:00, fyrir nemendur, foreldra og aðra gesti sem áhuga höfðu á að kíkja í heimsókn.

Boðið var upp á kaffi, kleinur og kókómjólk. 

Á sama tíma var fatamarkaður, þar sem fólk gat komið og fengið sér föt og annað sem kom úr geymslum og skápum starfsmanna og foreldra, sem og skoðað þau föt sem skilin hafa verið eftir hér í skólanum undanfarið. 

Mæting var allgóð. Um 30 manns kíktu inn á bókasafnið. Sumir gerðu stuttan stans, öðrum dvaldist lengur við að skoða bækur með börnum sínum eða spila við þau.

Skólasetning 22. ágúst 2022

Oddeyrarskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst 2022. Nemendur mæta á sal og fara síðan með umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu. Foreldrar nemenda í 1. bekk fá upplýsingar um skólabyrjun frá kennara og deildarstjóra.

Klukkan 9:00 nemendur í 2. – 5. bekk

Klukkan 9:30 nemendur í 6. – 10. bekk

Framkvæmdir á skólalóð

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir á skólalóðinni og þeim er ekki lokið. Vakin er athygli á því að hætta getur skapast ef börn eru að leik á vinnusvæðinu þar sem umferð stórra tækja er mikil. Það er einnig verið að skipta um gler í öllum gluggum á suðausturhlið svo þarna eru margir að störfum á litlu svæði. Vakin er athygli á því að börn hafa verið að fara inn á svæðið þar sem verið er að setja upp leiktæki, sérstaklega á kvöldin þegar starfsmenn eru farnir af svæðinu. Það er stórhættulegt að klifra í tækjunum sem ekki eru uppsett að fullu. Fallhætta er mikil og það er t.d. ekki búið að festa rörin í rennibrautinni saman. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að ræða það við börn sín að fara ekki inn á vinnusvæðið heldur bíða þar til það verður tilbúið.

Skólaslit 3. júní

Skólaslit í Oddeyrarskóla verða föstudaginn 3. júní. Nemendur 1. – 7. bekkjar mæta í sínar heimastofur klukkan 9:00 og fara með kennara á sal. Að loknum skólaslitum á sal fara nemendur aftur í sínar stofur og eiga kveðjustund með bekknum og kennurum.

Nemendur 8. – 10. bekkjar mæta klukkan 15:00. Foreldrar og forráðamenn í 10. bekk eru velkomnir á skólaslit og útskrift 10. bekkjar og að athöfn lokinni er þeim ásamt nemendum 10. bekkjar og starfsfólki boðið í kaffi í matsal skólans.

Útivist í dag 25. mars

Það er logn og smá snjókoma í Hlíðarfjalli í dag og við höldum okkar áætlun með útivistardaginn. Nauðsynlegt er að huga að hlýjum fatnaði, góðu nesti og njóta útiverunnar. Allir í Fjallið 🙂

Upphátt

Upplestarkeppnin „Upphátt“ um vandaðan upplestur og framburð fór fram í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í gær. Áður hét keppnin Stóra upplestrarkeppnin en nú hefur sú breyting orðið á að keppnin er alfarið í höndum fræðsluskrifstofu og grunnskólanna á Akureyri hvað varðar skipulag og af því tilefni var ákveðið að breyta um nafn. Athöfnin var hátíðleg að vanda þar sem fimmtán nemendur úr 7. bekk grunnskólanna á Akureyri og Hrísey lásu texta eftir Hrund Hlöðversdóttur og ljóð eftir Sigmund Erni Rúnarsson ásamt því að velja og flytja ljóð að eigin vali. Flutt voru tónlistaratriði í umsjón Tónlistaskólans á Akureyri en flest þeirra voru flutt af nemendum 7. bekkjar. Oddeyrarskóli átti tvo fulltrúa, þá Olaf og Snjóka sem stóðu sig báðir með mikilli prýði en Snjóki vann keppnina í ár og er það einkar gleðilegt þar sem Oddeyrarskóli hefur aldrei átt sigurvegara fyrr í Stóru upplestrarkeppninni. Við erum afar stolt af nemendum okkar og ekki síður Leylu sem æft hefur af kappi með aðstoð umsjónarkennarans Dóra og Þórarins. Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni.

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í dag tóku nemendur í 7. bekk þátt í forvali fyrir stóru upplestrarkeppnina en lokakeppnin fer fram í húsnæði Menntaskólans á Akureyri miðvikudaginn 23. mars nk. Tveir fulltrúar voru valdir úr hópi lesenda til að taka þátt í lokakeppni, þeir Snjóki og Olaf en Leyla verður varafulltrúi.

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Í vikunni fengum við heimsókn frá fulltrúum í slökkviliðinu sem afhentu verðlaun fyrir góða frammistöðu í eldvarnargetraun. Nemendur í 3. bekk hafa um árabil svarað spurningum sem tengist eldvörnum og skólinn sér um að áframsenda svörin. Tveir nemendur í 3. bekk á Akureyri fengu viðurkenningarskjal og gjafabréf og það er skemmtilegt að annar þeirra nemenda komi úr Oddeyrarskóla. Til hamingju Anton.