Góð gjöf frá útskriftarnemum vorið 2023

Nemendur sem útskrifðust úr 10. bekk síðastliðið vor gáfu skólanum veglega gjöf á þeim tímamótum. Þetta var peningagjöf með þeim tilmælum að keyptur yrði þrívíddarprentari. Haustið var notað til að skoða og velta fyrir sér hvað heppilegast væri að gera. Fyrir valinu varð prentari sem pantaður var að utan en hann hefur þá kosti að vera einfaldur og notendavænn. Tölvuumsjónarmaður er um þessar mundir að prófa sig áfram og kynnast hugbúnaði og tæki. Þá fóru nokkrir kennarar á námskeið í Fablab í haust og fengu þjálfun í vinna með hugbúnað og prenta út á öðruvísi efni en pappír. Þegar starfsfólk hefur öðlast öryggi í að umgangast prentarann munu einhverjir nemendahópar fá að spreyta sig.

Síðast uppfært 27.11 2023