Bækur að gjöf frá foreldrafélagi

Bókasafni skólans barst á dögunum vegleg bókagjöf frá foreldrafélaginu. Fulltrúi foreldrafélagsins fór ásamt skólasafnskennara á bókamarkaðinn sem nú stendur yfir hér fyrir norðan, og fundu talsvert af bókum sem vantaði á safnið sem og vinsælum bókum sem gott er að eiga í fleiri en einu eintaki. 

Skólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Síðast uppfært 14.09 2023