Fiðringur 2024

Eins og undanfarin ár tóku nemendur Oddeyrarskóla nú þátt í Fiðringi, hæfileikakeppni grunnskólanna á Norðurlandi.   Þeir brugðu ekki út af vananum og urðu í 2.sæti  þriðja árið í röð.  Auk þess fengu þeir sérstök íslenskuverðlaun fyrir skýran framburð og gott orðalag.  Við erum afskaplega stolt af þessum hópi, þau voru sjálfum sér og öllum sem að þeim standa til mikils sóma.  Úlfhildur Örnólfsdóttir hefur séð um leikstjórn og allan undirbúning Oddeyrarskólanemenda og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Síðast uppfært 10.05 2024